3. jan. 2025

Svona var árið 2024 hjá Öskju

Vöxtur í krefjandi umhverfi

Horfum yfir farinn veg 2024

Árið 2024 hefur verið viðburðaríkt og spennandi. Við höfum séð krefjandi umhverfi á Íslandi en við höfum á sama tíma lagt okkur fram við að mæta væntingum og þörfum viðskiptavina okkar.

Á árinu náðum við merkilegum áfanga, þar sem hlutdeild Öskju hefur aldrei verið sterkari. Þessi árangur endurspeglar það traust sem Askja upplifir frá viðskiptavinum.

Við horfum stolt til baka á árið sem var að líða og hlökkum til að takast á við komandi áskoranir og halda áfram að bjóða bestu mögulegu þjónustu.

Með þökk fyrir liðið ár og óskir um farsælt nýtt ár.

Næsti kafli í sögu G-Class. Frumsýndur laugardaginn 30. nóvember kl. 12-16.
Nýr og alrafmagnaður G-Class var frumsýndur við frábærar móttökur

Nýir bílar kynntir á árinu

Alls voru sjö nýir bílar og tveir atvinnubílar kynntir á Íslandi frá framleiðendum okkar:

  • Kia Sorento
  • Kia Picanto
  • smart #3
  • Mercedes-Benz G-Class með EQ tækni (G 580)
  • Mercedes-AMG GLE 53
  • Mercedes-Benz EQB
  • Mercedes-Benz EQA
  • Mercedes-Benz eSprinter 2.0
  • Mercedes-Benz V-Class
Kia Sportage hvítur á ferðinni í íslenskri náttúru að sumri til
Kia Sportage var mest seldi bíll Öskju 2024

Mest seldu bílar Öskju á árinu

Samkvæmt Bílgreinasambandinu dróst nýskráning fólksbíla á Íslandi árið 2024 saman um 42% samanborið við árið 2023. Alls voru nýskráðir 10.243 nýir fólksbílar á árinu en 17.549 árið áður.

Flestir nýskráðir fólksbílar á árinu voru rafbílar. Meira en einn af hverjum fjórum nýskráðum bílum var rafbíll eða um 26,5% nýskráðra fólksbíla. Ef horft er á fjölda nýskráðra bíla í almenna notkun er hlutfall rafbíla hinsvegar töluvert hærra. Rafbílar eru þar næstum einn af hverjum 2 bílum (45%) og rúmlega 80% allra nýskráðra fólksbíla eru með rafmagni, þ.e.a.s. rafbíll, Plug-in Hybrid eða Hybrid fólksbíll (tengiltvinn- og tvinnbíll).

Þrátt fyrir samdrátt í nýskráningu fólksbíla milli ára á Íslandi hefur hlutdeild Öskju aldrei verið sterkari, en hún stendur í rúmlega 18,2% í lok árs með rúmlega 1.800 bíla nýskáða fólksbíla, samanborið við 14,5% árið áður.

Það má til gamans geta að Kia var í 2. sæti yfir flesta nýskráða fólksbíla, með rúmlega 13,4% hlutdeild. Kia er sem áður annað mest skráða merkið á Íslandi síðasta áratuginn og eitt þriggja merkja með yfir 11% hlutdeild á Íslandi á árinu.

Honda jók fjölda nýskráðra fólksbíla milli ára um meira en 100% þar sem fjöldi nýskráðra fólksbíla fór úr tæplega 80 í tæplega 190 á milli ára. Má þann árangur tengja við frábærar viðtökur á Honda e:Ny1 rafbílnum sem seldist upp á árinu.

Honda var einnig í 2. sæti yfir flest nýskráð bifhjól á árinu.

Þetta voru mest seldu bílar Öskju á árinu:

  1. Kia Sportage
  2. Kia Sorento
  3. Kia Ceed
  4. Kia Stonic
  5. Kia Picanto
  6. Kia Niro
  7. Honda e:Ny1
  8. Kia EV6
  9. Mercedes-Benz GLE
  10. Honda CR-V

Askja nýskráði flesta Plug-in Hybrid fólksbíla allra umboða á Íslandi og var Kia með lang-flesta nýskráða Plug-in Hybrid fólksbíla, eða næstum tvöfalt meira en næsta merki þar á eftir. Hjá Öskju skiptist nýskráning fólksbíla á aflgjafa þannig að Plug-in Hybrid bílar voru 31,3%, rafbílar 27,1%, bensín 26,1%, Hybrid 10,9% og dísel 4,6%.

Úrval sendibíla hjá Öskju mun aukast á komandi árum

Þetta voru mest seldu sendibílar Öskju á árinu:

  1. Mercedes-Benz Sprinter
  2. Mercedes-Benz Vito Tourer
  3. Mercedes-Benz V-Class
  4. Mercedes-Benz Citan
  5. Mercedes-Benz eCitan
  6. Mercedes-Benz Vito/eVito

Mercedes-Benz Sprinter var með flesta nýskráða bíla í sínum markaðsflokki, en Askja endaði árið með um 11,5% markaðshlutdeild sendibíla.

Úrval sendibíla hjá Öskju mun stóraukast á næsta ári þegar fyrstu alrafmögnuðu atvinnubílar Kia, betur þekktir sem PBV bílar, koma til landsins. Hægt er að lesa nánar um Kia PBV með því að smella hér.

Kia EV3 frumsýning
Kia EV3 er beðið með mikilli eftirvæntingu - Verður frumsýndur í janúar 2025
Askja Vesturland
Askja Vesturlandi opnaði í apríl 2024

Askja opnar á Akranesi

Askja Vesturlandi opnaði sölu- og þjónustuumboð á Innnesvegi 1 á Akranesi í apríl við frábærar viðtökur bæjarbúa. Askja Vesturlandi er bein framlenging af Öskju og býður því upp á glæsilegt úrval nýrra bíla frá Mercedes-Benz, smart, Kia og Honda ásamt úrvali af notuðum bílum. Einnig er þjónustuverkstæði á staðnum.

Ný vefverslun gjafavöru og aukahluta

Í lok árs opnaði Askja nýja og uppfærða vefverslun gjafavöru og aukahluta. Úrval aukahluta í vefverslun mun aukast með tíð og tíma, en hægt er að skoða fjölbreytt úrval frá Mercedes-Benz, smart, Kia og Honda.

Skoða vefverslun Öskju
Askja framúrskarandi fyrirtæki 2024
Fulltrúar Öskju taka á móti viðurkenningu frá Creditinfo

Askja er framúrskarandi fyrirtæki

Við erum afar stolt af því að hafa hlotið hina eftirsóttu viðurkenningu Framúrskarandi fyrirtæki fyrir árið 2024. Viðurkenningin er veitt af Creditinfo og byggir á ströngum skilyrðum sem aðeins um 2% íslenskra fyrirtækja uppfylla.

Askja hefur lengi verið í fremstu röð á íslenskum bílamarkaði, þar sem metnaður, fagmennska og framúrskarandi þjónusta einkenna starfsemina. Með vörumerki á borð við Mercedes-Benz, smart, Kia og Honda hefur Askja fest sig í sessi sem traustur samstarfsaðili bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Kia Sorento Arctic Edition
Kia Sorento var næst-mest seldi bíll Öskju á árinu

Við hjá Öskju hlökkum til að halda áfram að vera hluti af ykkar vegferð og færa ykkur fréttir á nýju ári.