Mest seldu bílar Öskju á árinu
Samkvæmt Bílgreinasambandinu dróst nýskráning fólksbíla á Íslandi árið 2024 saman um 42% samanborið við árið 2023. Alls voru nýskráðir 10.243 nýir fólksbílar á árinu en 17.549 árið áður.
Flestir nýskráðir fólksbílar á árinu voru rafbílar. Meira en einn af hverjum fjórum nýskráðum bílum var rafbíll eða um 26,5% nýskráðra fólksbíla. Ef horft er á fjölda nýskráðra bíla í almenna notkun er hlutfall rafbíla hinsvegar töluvert hærra. Rafbílar eru þar næstum einn af hverjum 2 bílum (45%) og rúmlega 80% allra nýskráðra fólksbíla eru með rafmagni, þ.e.a.s. rafbíll, Plug-in Hybrid eða Hybrid fólksbíll (tengiltvinn- og tvinnbíll).
Þrátt fyrir samdrátt í nýskráningu fólksbíla milli ára á Íslandi hefur hlutdeild Öskju aldrei verið sterkari, en hún stendur í rúmlega 18,2% í lok árs með rúmlega 1.800 bíla nýskáða fólksbíla, samanborið við 14,5% árið áður.
Það má til gamans geta að Kia var í 2. sæti yfir flesta nýskráða fólksbíla, með rúmlega 13,4% hlutdeild. Kia er sem áður annað mest skráða merkið á Íslandi síðasta áratuginn og eitt þriggja merkja með yfir 11% hlutdeild á Íslandi á árinu.
Honda jók fjölda nýskráðra fólksbíla milli ára um meira en 100% þar sem fjöldi nýskráðra fólksbíla fór úr tæplega 80 í tæplega 190 á milli ára. Má þann árangur tengja við frábærar viðtökur á Honda e:Ny1 rafbílnum sem seldist upp á árinu.
Honda var einnig í 2. sæti yfir flest nýskráð bifhjól á árinu.
Þetta voru mest seldu bílar Öskju á árinu:
- Kia Sportage
- Kia Sorento
- Kia Ceed
- Kia Stonic
- Kia Picanto
- Kia Niro
- Honda e:Ny1
- Kia EV6
- Mercedes-Benz GLE
- Honda CR-V
Askja nýskráði flesta Plug-in Hybrid fólksbíla allra umboða á Íslandi og var Kia með lang-flesta nýskráða Plug-in Hybrid fólksbíla, eða næstum tvöfalt meira en næsta merki þar á eftir. Hjá Öskju skiptist nýskráning fólksbíla á aflgjafa þannig að Plug-in Hybrid bílar voru 31,3%, rafbílar 27,1%, bensín 26,1%, Hybrid 10,9% og dísel 4,6%.