Þrír nýir litir til að velja úr.
Nýr Kia Sorento fæst í 10 litum að utan í Evrópu, þar á meðal þremur nýjum litum: gjóskugráum, stjörnugráum (sem er einnig til fyrir EV6) og borgargrænum (sem er einnig til fyrir Niro). Skjannahvítur, perluhvítur, perlusvartur, silkisilfraður, þyngdaraflsblár, stálgrár og steinblár eru allt litir sem áfram verða í boði.
Ný hönnun innanrýmis skilar fyrirtaks þægindum í bílnum.
Rúmgott innanrýmið skapar tilfinningu fyrir ríkulegri breidd og plássi. Láréttar og breiðar skreytingarnar eru enn fremur undirstrikaðar með fínlegri ljósarönd sem liggur í beinni línu eftir skrautlistanum á loftunaropi loftkælingarinnar. Þessi lýsing fæst í 64 litum og liggur yfir mælaborðið, auk þess sem hún er á gírstangarhnúðnum og skrautlista framhurðanna. Sveigður skjárinn og snertiskjárinn gefa innanrýminu hátæknilegt og nútímalegt yfirbragð. Rafræni gírskiptihnappurinn hefur verið endurhannaður og svört loftklæðning, málmfótstig og þakgluggi færa nýjan Sorento í tæknilegan, djarfan og nútímalegan búning.
Nýr Sorento er einnig búinn nýjustu þægindum, þar á meðal nýjum slökunarframsætum, Driver Ergo-sæti fyrir ökumann með lofthólfastuðningi við mjóbak og rafdrifnum stuðningi, auk þess sem hægt er að fá sæti með minnisstillingum sem aukabúnað. Hægt er að hita gervileðurklætt stýrið á veturna og það fæst einnig með rafdrifinni hallastillingu og lengingu sem aukabúnaði, þar sem hægt er að stilla stöðuna upp, niður, nær eða fjær. Framsæti með rafdrifnum stillingum, loftræstingu og hita, auk hita í annarri sætaröð, tryggja fyrirtaks þægindi í bílnum fyrir alla um borð.