Hleðslulausnir

Í Öskju færðu alla þjónustu fyrir rafbílinn á einum stað. Við bjóðum hleðslubúnað og aðstoð við uppsetningu ásamt ráðgjöf í hleðslulausnum.

Niro-hleðslulausnir

Zaptec Go

Zaptec Go er öruggasta leiðin til að hlaða batteríin, sama hvernig bíl þú ekur eða hvert þú ert að fara. Zaptec hafa framleitt heimsins minnstu 22kW hleðslustöð með framúrskarandi og umhverfisvænni norskri tækni og það er jafn snjallt að innan og það er einfalt að utan.

Stöðin er einstaklega stílhrein og fer vel á flestum stöðum.

  • Allt að 22kW hleðsla á þremur fösum (3x 32A)
  • Innbyggð DC vörn
  • Hægt að hlaða á 1 fasa eða 3
  • Þæginlegt viðmót í gegnum Zaptec snjallsímaforrit
  • IP54- Til notkunar innan og utan dyra
  • Möguleiki á að raðtengja þrjár stöðvar
  • Nettengd með WiFi eða 4G LTE-M
  • 5 ára ábyrgð

Verð: 129.900 kr.

  • Við bendum á að virðisaukaskattur fæst endurgreiddur af hleðslustöð og uppsetningu.
  • Við bendum á að hleðslustöðvar eru lánshæfar en fjármálafyrirtæki bjóða lán til allt að 24 mánaða.
Senda fyrirspurn
Hleðslustöðvar eru meðal annars settar upp við heimili, í bílakjöllurum fjölbýlishúsa og á mörgum vinnustöðum.

Verð á uppsetningu frá 150.000 kr.

  • - Fáðu fagmann í verkið (Askja er í samstarfi við Orkuvirki)

    - Venjulegir heimilistenglar eru ekki ætlaðir til hleðslu rafmagnsbíla

    - Hver tengistaður má einungis hlaða eitt farartæki

    - Framlengingarsnúrur eða fjöltengi skal aldrei notað í hleðslu rafbíla

    - Hleðsluhraði bíla ákvarðast í raun af nokkrum þáttum, þá helst hleðslugeta bíls (hversu mörg kW hann getur tekið við) og hleðsluhraða stöðvar eða tengils

    Frekari upplýsingar má finna á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

  • - Uppsetning að innan jafnt sem utandyra

    - Varbúnaður í töflu

    - Lagnaefni (allt að 10 metrum)

    - Akstur

    - Tilkynning til Húsnæðis- og mannvirkjastofnuna (HMS)

  • - Jarðvegsvinna

    - Breytingar á rafmagnstöflu

    - Umfram 10m lagnaefni

Endurgreiðsla virðisaukaskatts

  • Á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023 nemur hlutfall endurgreiðslu 100% vegna kaupa á hleðslustöð fyrir bifreiðar til uppsetningar í eða við íbúðarhúsnæði og jafnframt af vinnu við uppsetningu hleðslustöðvarinnar.

    Söluaðilum er skylt að innheimta VSK af hleðslustöðvum og uppsetningu en kaupanda er síðan heimilt að sækja um endurgreiðslu til Skattsins eftir á.

    Eftirfarandi eru leiðbeiningar hvernig skal sækja um umrædda endurgreiðslu.

    1. Farið er á vefsíðu Ríkisskattstjóra og skráð sig inn á Þjónustuvefinn. Hægt er að skrá sig inn með því að smella á hnappinn "Þjónustuvefur" efst í hægra horninu. Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkum eða veflykli.

    2. Inn á þjónustuvefnum má sjá 4 valmyndir ofarlega vinstra megin (Almennt, Framtal, Vefskil og Samskipti). Velja þarf Samskipti.

    3. Undir Samskiptum má finna undirvalmyndir og er ein þeirra "Umsóknir". Undir Umsóknir er valið "Virðisaukaskattur"

    4. Nú ætti að hafa opnast gluggi með hinum ýmsu valmöguleikum.

Zaptec Go
Zaptec go hleðslulausnir
Zaptec App
Askja býður hleðslulausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Margir vinnustaðir hafa sett upp hleðslustöðvar fyrir starfsfólk til að hlaða bílinn sinn á vinnutíma.

Viltu vita meira um hleðslulausnir?

Við erum sérfræðingar í rafbílum og svörum öllum þínum spurningum um allt sem þeim tengist.

Zaptec Go