Verið velkomin á frumsýningu á Mercedes-AMG GLE 53 Plug-in Hybrid.
- 554 hestöfl og hröðun 0-100km aðeins 4,7s
- Allt að 86 km drægni á rafmagni
- Öflug dráttargeta
- 60 kW hleðslugeta, hægt er að hlaða bílinn úr 10% í 80% á aðeins 20 mínútum
GLE 53 Plug-in Hybrid er einstakur bíll sem sameinar öfluga frammistöðu og umhverfisvæna tækni með tilkomumiklu útliti. Bíllinn er sannur AMG með 6 strokka vél auk aflmikils rafmótors sem skilar bílnum 544 hestöflum og hröðun 0-100 km/klst á einungis 4,7 sekúndum. Með hámarks rafdrægni upp á 86 km, er hann fullkominn fyrir daglegan innanbæjarakstur. Innbyggð hleðslugeta er 11 kW í heimahleðslu en einnig er hann búinn 60kW hraðhleðslugetu sem hleður bílinn úr 10% í 80% á aðeins 20 mínútum.
Framsækin tækni og háþróuð hönnun
3.0 lítra sex strokka línuvélin er sérstaklega hönnuð til að auka afköst í tengiltvinnútgáfu. Með AMG Performance 4MATIC+ fjórhjóladrifskerfi og AMG RIDE CONTROL loftfjöðrun býður bíllinn upp á einstaka aksturseiginleika, hvort sem er í borgarakstri eða í lengri vegalengdum.
Innréttingin er ekki síður stórbrotin þar sem meðal annars má nefna nýjustu kynslóð MBUX margmiðlunarkerfisins sem inniheldur sérsniðna skjái og hleðslustillingar. Í bílnum er einnig mikið úrval staðalbúnaðar, svo sem rafdrifið glerþak, Burmester® hljóðkerfi og 360° myndavélakerfi.
GLE 53 Plug-in Hybrid frá Mercedes-AMG er fyrir þá sem kjósa aukin afköst og einstök þægindi. Komdu í sýningarsal okkar að Krókhálsi 11, laugardaginn 28. September og upplifðu þennan einstaka bíl frá Mercedes-AMG.