6. maí 2024

Nýr og alrafmagnaður G-Class í hnotskurn 

Nýr Mercedes- Benz G 580 með EQ tækni er væntanlegur til landsins á haustmánuðunum en bíllinn var heimsfrumsýndur á dögunum.

G-class-rafmagns-100% rafmagn-blár

G-Class rafbíllinn sameinar þekktan uppruna sinn og heimsklassa torfærugetu við framúrstefnulega eiginleika Mercedes-Benz.

G-Class rafmagnsbíllinn markar tímamót í undirbúningi Mercedes-Benz fyrir öld rafknúinna ökutækja en er hann trúr arfleifð sinni og hönnunin er G-Class í gegn.

Fyrsti G-Class bíllinn var kynntur árið 1979 og líkt og fyrri módel, sem hafa notast við hefðbundnari orkugjafa, þá er hönnun G 580 rafútgáfunnar byggð á sterkum framenda, glæsilegum brettaköntum og hinu fræga ferkantaða útliti.

Nánar um G-Class EQ
G-Class-EQ-100% rafmagn-að aftan

Alrafmagnaður utanvegabíll sem gerir engar málamiðlanir.


Þegar kemur að torfærugetu bílsins þá líður bílnum reyndar betur á erfiðu landslagi en annars staðar. Þökk sé togkrafti rafmagnaðs fjórhjóladrifsins og lágum þyngdarpunkti er uppfærður G-Class vel undirbúinn fyrir ævintýri framtíðarinnar. Til þess að hámarka stafræna upplifun í utanvegaakstri inniheldur bíllinn endurhannað torfærustjórnborð og gegnsæja vélarhlíf. Vaðdýpt bílsins er meiri en á dísil- og bensínútgáfunum eða 85 cm.

116 kílówatta liþíumrafhlaða er innbyggð í stigagrindina til þess að tryggja lágan þyngdarpunkt og gerir það mögulegt að keyra allt að 473 kílómetra á hverri hleðslu. Bíllinn er knúinn áfram af fjórum sérstýrðum rafmótorum sem staðsettir eru nálægt hjólunum. Mótorarnir gera bílnum kleift að snúast í hring á punktinum, líkt og skriðdreki en sá möguleiki hefur fengið nafnið “G-TURN”

G-STEERING eiginleikinn skilar umtalsvert minni beygjuhring þegar ekið er utan vegar og þriggja gíra snjallskriðstýringin virkar sem nokkurskonar hraðastillir (e. cruise control) og viðheldur hámarks hraða á meðan ökumaðurinn einbeitir sér að því að kynna sér svæðið.

G-Class-rafmagns-innanrými

Hinn alrafmagnaði G-Class fékk útlitsuppfærslu í gegnum örlítið hækkaða vélarhlíf, „spoiler“-hlíf á þakinu og svokallaðar loftgardínur við afturhjólin. Það er því ekki mikill útlitsmunur á hinum alrafmagnaða og þeim sem knúinn er hefðbundinni dísil- eða bensínvél. Útlitsbreytingar nýs G-Class snúast aðallega um að minnka loftmótstöðu við akstur og stuðla að betri hljóðupplifun inni í bílnum m.a. með því að lágmarka veghljóð. Bíllinn er útbúinn hljóðhamnum G-ROAR sem inniheldur sérstakt G-Class aksturshljóð sem eykur einnig upplifun við akstur.

MBUX upplýsinga- og afþreyingarkerfið með 31.2” snertiskjá er á sínum stað ásamt því að háþróuð öryggis- og aðstoðarkerfi styðja við ökumenn.

Kaupendum gefst möguleiki á að tryggja sér EDITION ONE eintak en þar er um að ræða fyrstu eintök bílsins með miklum aukabúnaði.

Nýr G-class í dísil- og rafmagnsútgáfu verður frumsýndur hjá Öskju á haustmánuðum. Opnað verður fyrir pantanir í maí.

Skráðu þig á áhugalista G-Class og tryggðu þér nýjustu upplýsingar um G-Class.

Skrá á áhugalista