13. ágúst 2024

Smart útvíkkar vörulínu sína með nýjum smart #5

Heimsfrumsýndur í Brisbane, Ástralíu þann 28. ágúst.

smart-5-ad-aftan

Lífið er best án leiðbeininga: Nútímaleg ævintýraþrá

Í samræmi við nýtt slagorð smart, „Opnaðu hugann,“ er smart #5 hannaður til að hvetja til ævintýra sem fara út fyrir hefðbundin mörk. Í takt við merkingu sína „Nútímaleg ævintýraþrá,“ endurspeglar bíllinn ævintýraanda sem tengist könnunarferðum í óbyggðum, á sama tíma og hann viðheldur þægindum og upplifun sportjeppa í nútímastíl.

Vörulínan stækkar með þriðja módelinu sem kemur á eftir smart #1 og smart #3. Með nýjum #5 sem er fjölnota sportjeppi í millistærðarflokki mun smart opna á nýja möguleika og koma til móts við nýja markhópa með virkan lífsstíl. Heimsfrumsýningin mun fara fram í Brisbane í Ástralíu þann 28. Ágúst og verður hægt að fylgjast með viðburðinum í beinu streymi um allan heim. Bíllinn verður fáanlegur hér á landi snemma árs 2025.

Ekki missa af nýjustu fréttum af #5 !

Skrá mig á áhugalista
smart-3-teikningar
Bíllinn er hannaður af Mercedes-Benz Design og fylgir hönnunarstefnu smart sem er „ást, skýrleiki og óvænt augnablik“

smart halda ótrauð áfram sókn sinni á markaðnum. Bíllinn er hannaður af Mercedes-Benz Design og fylgir hönnunarstefnu smart sem er „ást, skýrleiki og óvænt augnablik“, hann sameinar óhefðbundna fagurfræði með snjallri virkni. Ytri hönnun bílsins einkennist af sterklegu útliti og áberandi þaklínu. Smart #5 býður upp á mikið pláss, hágæða þægindi og er hannaður til þess að fara með þig út fyrir borgina á vit ævintýranna. Fullkominn fyrir fólk með virkan og sveigjanlegan lífsstíl.

smart-5-testing
Nýr smart #5 hefur sýnt fram á framúrskarandi útivistargetu við krefjandi aðstæður.

Mikið prófaður við krefjandi aðstæður

Undanfarna mánuði hefur smart #5 sýnt fram á framúrskarandi útivistargetu sína í krefjandi torfæruaðstæðum og vetrarprófunum. Sérstök áhersla var lögð á afköst rafknúinnar drifrásar og hleðslugeta rafhlöðunnar var prófuð við mjög kaldar aðstæður. Niðurstaðan var framúrskarandi sem gerir bílinn fullkominn í íslenskum aðstæðum. Aksturseiginleikar voru einnig prófaðir ásamt aðstoðar- og öryggiskerfum sem metin voru ítarlega í krefjandi akstursskilyrðum. Þessar prófanir undirstrika skuldbindingu smart til að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu gæði.

smart-5-testing-2
Prófanir á nýjum smart #5 undirstrika skuldbindingu smart til að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu gæði.

Nýr smart #5 er væntanlegur til landsins snemma árs 2025.