Tilkomumikill rafjepplingur með nýstárlegri tækni og hönnun umfram það sem þekkst hefur.
- Kia EV3 kemur með tækni flaggskips Kia, EV9, og setur nýja gæðastaðla í flokki borgarjepplinga.
- Brautryðjandi 600 km drægni í flokki borgarjepplinga og 10-80% hleðsla á 31 mín.
- Fyrsti EV bíllinn með Kia AI Assistant gervigreindartæknina.
- Premium Streaming, háþróuð akstursaðstoðarkerfi og þráðlausar uppfærslur auka notendaupplifun.
- Djarft, framsækið ytra byrði með nýstárlegu og hagnýtu innanrými sem hámarkar rými, virkni og þægindi.
- Alrafmagnaður EV3 er mikilvægur liður í því að auka aðgengi að rafbílum og í vegferð Kia í átt að geta veitt sjálfbærar samgöngulausnir.
Kia afhjúpaði nýlega Kia EV3 sem kemur til með að skara fram úr með blöndu af byltingarkenndum eiginleikum, framúrskarandi tækni og djarfri hönnun. EV3 rafbíllinn setur nýja gæðastaðla í flokki borgarjepplinga.
EV3 mótar sitt eigið einkenni með því að byggja á framúrskarandi tækni Kia og viðskiptavinamiðuðum gildum hins margverðlaunaða EV9. EV3 mun þannig bæta upplifun og aðgengi að rafjepplingum.
EV3 er hlaðinn tækni og akstursaðstoðarkerfum sem finnast vanalega í stærri rafjeppum. Þetta skapar verðmæti fyrir eigandann sem er umtalsvert meira en hefur áður fundist í flokki borgarjepplinga og veitir yfirburðar akstursupplifun.
Sjáðu skemmtilega stiklu úr herferð Kia EV3 hér fyrir neðan.