26. júní 2024

Háþróaður Kia EV3 væntanlegur

Allt að 600 km drægni og fyrsti EV bíllinn með gervigreindartækni

Kia-EV3-ad-framan

Tilkomumikill rafjepplingur með nýstárlegri tækni og hönnun umfram það sem þekkst hefur.

  • Kia EV3 kemur með tækni flaggskips Kia, EV9, og setur nýja gæðastaðla í flokki borgarjepplinga.
  • Brautryðjandi 600 km drægni í flokki borgarjepplinga og 10-80% hleðsla á 31 mín.
  • Fyrsti EV bíllinn með Kia AI Assistant gervigreindartæknina.
  • Premium Streaming, háþróuð akstursaðstoðarkerfi og þráðlausar uppfærslur auka notendaupplifun.
  • Djarft, framsækið ytra byrði með nýstárlegu og hagnýtu innanrými sem hámarkar rými, virkni og þægindi.
  • Alrafmagnaður EV3 er mikilvægur liður í því að auka aðgengi að rafbílum og í vegferð Kia í átt að geta veitt sjálfbærar samgöngulausnir.

Kia afhjúpaði nýlega Kia EV3 sem kemur til með að skara fram úr með blöndu af byltingarkenndum eiginleikum, framúrskarandi tækni og djarfri hönnun. EV3 rafbíllinn setur nýja gæðastaðla í flokki borgarjepplinga.

EV3 mótar sitt eigið einkenni með því að byggja á framúrskarandi tækni Kia og viðskiptavinamiðuðum gildum hins margverðlaunaða EV9. EV3 mun þannig bæta upplifun og aðgengi að rafjepplingum.

EV3 er hlaðinn tækni og akstursaðstoðarkerfum sem finnast vanalega í stærri rafjeppum. Þetta skapar verðmæti fyrir eigandann sem er umtalsvert meira en hefur áður fundist í flokki borgarjepplinga og veitir yfirburðar akstursupplifun.

Sjáðu skemmtilega stiklu úr herferð Kia EV3 hér fyrir neðan.

Skrá mig á áhugalista EV3

Rafmögnuð drifrás: Framúrskarandi drægni og ofurhröð hleðsla.

EV3 er 4,3 metrar á lengd, 1,85 metrar á breidd, 1,56 metrar á hæð og hjólhafið er 2,68 metrar. Bíllinn inniheldur fullkomna framhjóladrifna rafmagnsaflrás sem er byggð á E-GMP staðlinum og notast því við fjórðu kynslóðar batterí tækni Kia. EV3 staðalgerðin er í boði með 58.3 kWst rafhlöðu á meðan Long Range útgáfan er fáanleg með 81.4 kWst rafhlöðu.

Báðar gerðirnar notast við 150kW/283Nm rafmagnsmótor sem gerir þeim kleift að komast frá 0 upp í 100 á 7.5 sekúndum. Hámarkshraði bílsins er 170 km á klst.

„Kia EV3 hefur verið hannaður til þess að mæta þörfum viðskiptavina sem vilja bíl sem mætir þeirra sjálfbærnikröfum og gildum en vilja ekki gera málamiðlanir þegar kemur að hversdagslegum þörfum. EV3 býður upp á eitt besta farþega- og farangursrými sem er í boði í þessum flokki bíla. Með EV3 hefur Kia tekist að endurskilgreina hvað rafjepplingarnir bjóða upp á og búið til fyrirferðarlítið alhliða módel með nýstárlegri tækni og eiginleikum,“ segir Spencer Cho, varaforseti Kia og yfirmaður alþjóðlegrar viðskiptaáætlunar.

Líkt og þegar kemur að hinum stærri EV9 hafa verkfræðingar Kia gefið allt í leit sinni að hámarksnýtni við hönnun á EV3. Rafhlöðustjórnunareiningin er sú nýjasta og fullkomnasta hingað til og með CMU tækni og lágri loftmótstöðu er það öruggt að rafhlöðukerfin noti orku á eins skilvirkan hátt og mögulegt er.

EV3 Long Range veitir áætlaða drægni upp að 600 km. Þessi tilkomumikli sveigjanleiki veitir þeim sem eru að taka sín fyrstu skref þegar kemur að rafmagnsakstri sjálfsöryggi þegar lagt er af stað í lengri ferðir. Þegar loks þarf að endurhlaða rafhlöðuna geta farþegar slakað á í þægindum í rúmgóðu innanrýminu á meðan hleðslukerfi Kia gerir rafhlöðunni kleift að hlaða frá 10 upp í 80 prósent á um það bil hálftíma.

Kia-EV3-a-hlid-og-aftan
EV3 er með allt að 600 km drægni.

Meira verðmæti en áður í rafmagnsjeppling.

Tækni og öryggi frá stærri rafmagnsjepplingum Kia hefur útbúið EV3 með háþróuðum öryggis-, aksturs-, þæginda- og hleðslueiginleikum sem finnast vanalega í stærri rafjeppum. Þetta skapar verðmæti fyrir eigandann sem er umtalsvert meira en hefur áður fundist í flokki borgarjepplinga og veitir yfirburðar akstursupplifun.

Háþróað akstursaðstoðarkerfi (ADAS) ökutækisins felur í sér rafknúna togvektorstýringu (eDTVC) til að tryggja það að EV3 flytji kraft sinn á veginn án nokkurra vandamála. Árekstursaðstoð að framan og aftan, akreinaraðstoð og akstursaðstoð á þjóðvegum veita ökumönnum aukinn stuðning og öryggi í hverri ferð, sama hversu löng eða stutt hún er.

Fjarstýrða bílastæðaaðstoðin frá Kia gerir notendum kleift að stjórna EV3 af öryggi inn í og út úr þröngum rýmum án þess að ökumaður þurfi að sitja í ökutækingu. Upplýsingavörpun á framrúðu (HUD) sýnir upplýsingar á framrúðunni til þess að minnka áreiti fyrir ökumanninn.

EV3 er þar að auki fyrsta tegund Kia sem nýtur góðs af i-Pedal 3.0 endurnýjanlegu hemlunartækninni. Hún gerir ökumanni kleift að stilla stig endurnýjandi helmunar eftir því sem virkar best og gerir ökumanninum kleift að notast einungis við einn pedala við aksturinn.

Þetta hámarkar orkunýtingu og dregur verulega úr þreytu á löngum akstri og gerir ferðalagið ánægjulegra og þægilegra. Auk þess kemst ökutækið lengra á einni hleðslu.

Kia er fyrsti bílaframleiðandinn til þess að nota V2L-búnaðinn í hleðslu í flokki rafmagnsjepplinga. Þetta gefur farþegum frelsi og sveigjanleika til að hlaða tæki á borð við fartölvur, litla ísskápa, kaffivélar eða jafnvel hárþurrkur.

Digital Key 2.0 frá Kia gerir notendum einnig kleift að sleppa fyrirhöfninni sem fylgir bíllyklum en hægt er að opna EV3 með því að nota snjallsíma eða snjallúr. Auðvelt er að deila stafræna lyklinum með vinum og fjölskyldu.

Kia-EV3-ad-aftan
EV3 er hlaðinn verðmætri tækni sem finnst vanalega í stærri rafjeppum.

Nýjar hæðir í nýstárlegri tækni og stafrænni þróun.

Til að bæta við upplifunina sem innréttingin veitir hefur Kia útbúið EV3 með heildrænni svítu af tengimöguleikum og afþreyingareiginleikum. Flestir eiginleikar eru hannaðir til að njóta þeirra á öruggan hátt á meðan ökutækið er á ferðinni, á meðan sumt er eingöngu í boði þegar bíllinn er kyrrstæður.

Kia býður upp á allskonar efni í gegnum Premium Streaming þjónustu sína í gegnum LG Automotive Content Platform (ACP) knúið af webOS. Kia býður einnig upp á spilakassaleiki, sem gera farþegum kleift að spila í bílnum. Þessi magnaða upplifun er hámörkuð með hljóðgæðum Harman Kardon hljóðkerfis EV3, sem skilar upplifun sem svipar til heimabíós.

„Bílar eru ekki lengur bara tæki sem færa þig frá A til Ö heldur framlenging á „búseturýminu“. EV3 er hannaður með fjölda viðskiptavinamiðaðra nýjunga í huga og býður viðskiptavinum okkar upp á yfirgripsmikla upplifun á efni í gegnum úrvals streymisþjónustur okkar og leiðandi hljóðkerfi,“ segir Chang Sung Ryu, varaforseti og yfirmaður Global Brand & CX.

„Með því að bjóða upp á möguleika að sérsníða innréttingu EV3 stafrænt í gegnum Kia Connect Store á sama hátt og maður myndir sérsníða snjallsíma, og með því að kynna til leiks gervigreindar þjónustu Kia, sýnum við enn og aftur fram á hvernig EV3 bregst við síbreytilegum þörfum viðskiptavina.“

EV3 gerir farþegum kleift að sérsníða mælaborð ökutækisins og upplýsinga- og afþreyingarkerfisins með skjáþemum sem eru innblásin á körfuboltaliðum úr NBA deildinni. Þessi snið og þemu sýna liti, grafík og hreyfimyndir liðanna og eru auðveldlega aðgengilegar í gegnum stafrænu verslun Kia Connect Store. Úrvalið á skjáþemum mun aukast í framtíðinni og enn fleiri möguleikar til þess að sérsníða útlitið verða í boði.

Kia-EV3-ad-innan-styri-skjar
EV3 er fyrsti EV bíllinn sem notast við Kia AI Assistant gervigreindartæknina.

EV3 er fyrsta EV gerðin sem notast við Kia AI Assistant gervigreindartæknina. Sú tækni var frumsýnd nýlega í Kia K4 fólksbílnum.

Þessi tækni veitir viðskiptavinum nýstárlegar leiðir til þess að stjórna eiginleikum ökutækisins og eykur þægindi á sama tíma og hún hámarkar framleiðni. Gervigreindin mun styðja við og aðstoða notendur þegar þeir skoða heiminn. Kia mun hefja útbreiðslu þessara eiginleika í öðrum bílum frá og með EV3.

Með samþættingu gervigreindar verður raddstýring Kia enn betri.

Gervigreindin skilur flókin samhengi og tungumál og getur átt eðlileg samtöl við notendur. Gervigreindaraðstoðarmaðurinn getur hjálpað til við skipulag á ferðalagi og leiðbeint notendum til að fá það mesta úr ferðinni.

Þessi tækni er í stöðugri þróun og mun opna fyrir frekari ávinning fyrir viðskiptavini í framtíðinni.

Kia-EV3-a-hlid
Kia EV3 verður fáanlegur í níu litum.

Ytri byrði: óaðfinnanleg rúmfræðileg blanda af tilgangi og tilfinningum.

Áberandi þaklína EV3 og geometrísk yfirbygging sameinast óaðfinnanlega til að tjá „Opposites United“ hönnunarheimspeki Kia. Þessi sameining á jákvæðum og tilfinningalegum þáttum og skynsamlegum og rökréttum þáttum leiðir til fagurfræðilegs snúnings, sem skín í gegn í hverri línu, yfirborði og smáatriði í hönnun Kia EV3.

Þegar horft er EV3 frá hlið gefur bíllinn frá sér einstakan styrk, ásamt kraftmikilli snerpu. Langt hallandi þakið og gler að aftan í hlaðbakstíl sýna mjög tæknilega yfirbyggingu. Hið kraftmikla eðli sem kemur fram í skuggamynd EV3 sameinast fyrirferðarmiklu farþegarými sem hámarkar innra rýmið. Að auki undirstrikar hin einstaka meðhöndlun á rúmmáli og grafík, sem samlæsast hvort öðru, nýstárlegt eðli EV3.

Þessi samlæsta sjónræna nálgun er sérstaklega áberandi og undirstrikuð með því hvernig öflugar, ferhyrndar hjólskálar EV3 sameinast rökréttum skilalínum og kraftmiklum hjólum. Það er jafn áberandi í flötum og sléttum miðhluta yfirbyggingar bílsins, sem er verulega frábrugðin tæknilegri svörtu og gráu neðri klæðningunni. Í öllum tilfellum stuðlar samsetning slíkra, að því er virðist, misvísandi þátta að rökréttri en þó fullkomlega tilfinningalegri hönnun.

19 tommu álfelgur EV3 standa út í ásýnd nýja jepplingsins. Með öruggri staðsetningu innan ferkantaðra hjólskálanna, endurspegla hjólin hönnunarheimspeki Kia.

Að framan gefur EV3 frá sér mjög ákveðna nærveru. Lóðrétt aðalljós sem staðsett eru yst á andlitssvæðinu með hreinu yfirborði stuðla að víðri, ofuröruggri stöðu. Tilfinning fyrir rúmmáli sameinast aðgreindri grafík og kraftmiklu útliti sem samræmist restinni af bílnum.

Ný, sterk túlkun á klassísku Tiger Face hönnun Kia felur í sér nýjustu stjörnuljósahugmynd vörumerkisins. Dagljósin (DRL) eru raðað lóðrétt og leggja enn frekar áherslu á Tiger Face hönnunina til að varpa fram verulega sjálfsöruggum karakter.

ev3-baseline-ad-aftan
EV3 nær hleðslu úr 10-80% á hálftíma.

Afturhlutinn táknar meistaralega hátæknilegt formmál og markvissa afstöðu EV3. Þykk klæðningarlínan að aftan sem leggur áherslu á tenginguna milli traustrar C-stólpahönnunar og kraftmikilla þaklínunnar eykur styrkleikatilfinningu bílsins enn frekar. Slétt tenging stoðanna við breiðar axlarlínur bílsins eykur einnig breiða og örugga stöðu EV3.

Hönnun afturljóskeranna er einfölduð og rúmfræðileg og fellur óaðfinnanlega inn í afturglerið. Afturljósahönnunin endurspeglar Tiger Face stjörnuljósamerki að framan og skapar breiða og tæknilega afturhlerahönnun, sem varpar fram ákveðnu framúrstefnulegu yfirbragði.

EV3 er fáanlegur í níu litum og þar af fjórum sem eingöngu eru búnir til fyrir nýju gerðina:

Shale Grey, Aventurine Green, Frost Clue og Terracotta.

Í GT-Line útlitspakka Kia EV3, hefur „Opposites United“ hönnun mikil áhrif í því að skapa sterka og ævintýralega nærveru. Framan á jepplingnum endurspeglar neðri hluti yfirbyggingarinnar áberandi og kraftmikla hönnun sem blandast skarplega inn í aðra hluta yfirbyggingarinnar.

Grafísk hönnun útlitspakka EV3 GT-línunnar tjáir djarfari mynd í mótsögn við stór svartklædd svæði bílsins. Einkennandi neðri stuðari EV3 er tengdur og samþættur yfirbyggingunni og skapar sportlega og fágaða tilfinningu. Þessi tæknilega og myndræna meðferð er endurtekin aftan á bílnum, með einkennandi þríhyrningsvængstillingu á neðri stuðaranum, sem endurspeglar svipuð sterk áhrif að framan.

ev3-baseline-a-hlid-graenn
Aventurine Green er nýr litur sérstaklega búinn til fyrir EV3

Innanrými: fagurfræði innblásin af náttúrunni til að auka vellíðan farþega.

Innanrými EV3 inniheldur rúmgott farþegarými sem rúmar fimm manns á þægilegan hátt. Gildi „Opposites United“ hönnunarheimspekinnar eru einnig í hávegum höfð þegar kemur að innanrými bifreiðarinnar og stuðla að því að ferðalagið sé ekki einfaldlega frá A til B heldur kemst farþeginn á hærra plan vellíðunnar. Með því að blanda saman andstæðum áhrifum óaðfinnanlega saman á nákvæman og einfaldan hátt hefur Kia tekist að búa til mjög hagnýtt og áhrifaríkt farþegarými með aðlaðandi andrúmsloft svo farþegar njóta hverrar ferðar.

Hreint og tært eðli mælaborðsins sameinast skörpum línum sem gerir það að verkum að mælaborðið gefur framúrstefnulegan og hvetjandi tilgang.

Tveir 12,3 tommu snertiskjáir tengjast í einum fimm tommu skjá þar sem er einfalt nota snertistýringu til að stjórna loftslagi bílsins.

Viðmótið inniheldur allar upplýsingar fyrir ökumanninn í gegnum kristaltæra grafík sem sett er fram á einfaldan og leiðandi hátt.

Skjárinn nær að miðju mælaborðinu til að gefa farþega í framsæti aðgang að eiginleikum eins og afþreyingu og leiðsögn.

Einfalt og leiðandi stjórnskipulagið eykur getu ökumanns til að halda höndum sínum við stýrið og einbeitingu á veginum framundan. Hægt er að nálgast og stjórna mörgum aðgerðum EV3 með einni snertingu á stýrihnöppum, þar á meðal akstursstillingu, hraðastilli, skemmtun og leiðsögn. Fleiri hnappar, samþættir óaðfinnanlega í ræmu fyrir neðan miðskjáinn, veita stjórn að aðgerðum eins og korti, miðli og uppsetningu annarra ökutækjakerfa.

Kia-EV3-innanrymi-styri-skjar-bilstjori
Tveir 12,3" kristaltærir snertiskjáir sameinast í einn.

Glæsilegt miðborð aðskilur ökumanns- og farþegarými að framan. Miðborðið inniheldur renniborð og geymslusvæði, sem hægt er að stilla á sveigjanlegan hátt til að henta þörfum farþega. Neðra svæðið er hægt að nota til þess að geyma drykki, snarl og jafnvel litla bakpoka. Mögulegt er að setja persónulega rafræna hluti – eins og fartölvur og spjaldtölvur – á borðið þegar ökutækið er kyrrstætt.

Renniborðið endurspeglar andrúmsloft EV3-bílsins og fer lengra en hefðbundnar bílainnréttingar. Líkt og fjölstillanlega umhverfislýsing bílsins og ofurþægileg sæti hans, sem innihalda eiginleika eins og USB-hleðslutæki og niðurfellanlega slökunarstillingu, gerir renniborðið farþegum kleift að njóta hámarks slökunar þegar EV3 er lagt, til að mynda við hleðslustöð.

ev3-baseline-ad-innan
Miðborð með renniborði og geymslusvæði.

Þegar hönnuðir Kia sköpuðu innréttingu EV3 sóttu þeir innblástur frá náttúrunni og sú nálgun skín í gegn í litum, efnum og útfærslum innréttingarinnar. Viðskiptavinir geta valið áferð sem er innblásin af frumefnunum lofti, jörð og vatni. Meðal áferða sem eru í eru Subtle Grey, Warm Grey og Blue. Þá er Onyx Black í boði fyrir GT-Line.

Líkt og í öllu nýjum gerðum Kia inniheldur EV3 ótal sjálfbærnieiginleika til þess að flýta fyrir sjálfbærniþróun. Hágæða endurunnið efni er borið á mælaborð og hurðalista til að skapa notalega lúxus tilfinningu.

Pólýetýlen terephthalate (PET), sem er eitt af þeim plastefnum sem auðveldast er að endurvinna er að finna í mörgum hlutum í innanrými bílsins, þar á meðal í sætum, höfuðpúðum, hurðararmpúðum, skreytingum, gólfmottum og farangursbretti.

ev3-baseline-ad-framan
Drifkraftur nýrra tíma.

Auglýsingarherferð Kia fyrir EV3: Drifkraftur nýrra tíma.

Kia mun hefja röð alþjóðlegra auglýsingaherferða sem byggja a yfirlýsingunni „drifkraftur nýrra tíma.“ Þessi yfirlýsing endurspegla skuldbindingu fyrirtækisins til nýsköpunar í gegnum háþróaða hönnun og tækni sem og ásetning þess til að auka framboð sitt. Með því að kynna til leiks EV3 býður Kia upp á enn sjálfbærari, skilvirkari og þægilegri hreyfanleika og aukið aðgengi að rafbílum fyrir alla.

EV3 verður fyrst kynntur í Kóreu í júlí 2024 og í kjölfarið kemur hann á markað í Evrópu og Íslandi seinna á árinu.

Skoða EV3