Svör við öllu.
Til að fullnýta þau tækifæri sem PBV-bílarnir hafa í för með sér ætlar Kia að hleypa af stokkunum sérstöku rekstrarkerfi, sem felur í sér alla þætti ferlisins, allt frá vörulínunni til samþættingar hugbúnaðarlausna og alþjóðlegs samstarfs.
Vörulínan sem lýst er hér að ofan verður útvíkkuð með því að innleiða þróunarferli sem byggir á þátttöku viðskiptavina, þar sem tillögur og athugasemdir viðskiptavina verða nýttar til að þróa sérsniðnari lausnir fyrir ólíka notkun.
Kia tekur mikilvæg skref til að koma til móts við fjölbreyttar kröfur viðskiptavina með því að reisa sérstaka PBV-rafbílaverksmiðju í Autoland Hwaseong í Kóreu. Þessi verksmiðja mun byggja á blandaðri framleiðsluaðferð sem sameinar notkun færibanda og hólfaskiptrar framleiðslu. Í gegnum samvinnu við alþjóðlega samstarfsaðila getur Kia boðið upp á breytanlegar útfærslur mismunandi PBV-lína, sem koma til með að henta mismunandi þörfum viðskiptavina. Verksmiðjan á að taka til starfa árið 2025 og verður árleg afkastageta hennar 150.000 einingar.
Lausnir fyrirtækisins fyrir IVI upplýsinga- og afþreyingarkerfi, FMS-flotastýringarkerfi og hleðslu munu nýta hugbúnaðargögn bíla og gervigreindartækni, sem býður upp á enn frekara sérsnið lausna fyrir viðskiptavini, forvirkar viðhaldstillögur til að takmarka stöðvanir og hleðsluáætlanir sem eru sniðnar að rekstrarumhverfi viðskiptavinarins.
IVI upplýsinga- og afþreyingarkerfi Kia í PBV-bílum miðar að því að bæta daglegt líf með því að greina kjörstillingar notenda í rauntíma og bjóða upp á viðeigandi gögn hverju sinni. Það veitir aðgang að forritaversluninni PBV App Market frá Kia og forritum þriðju aðila og tryggir að viðskiptavinir séu alltaf með nýjasta upplýsinga- og afþreyingarefnið til taks. Tenging við viðskiptatengd forrit sem áður voru takmörkuð við fartæki eykur þægindi og áreiðanleika upplýsinga, auk þess að tryggja heildstæða notendaupplifun á milli mismunandi vélbúnaðarþátta.
Flotastjórnunarlausnin fyrir PBV-bíla Kia gerir viðskiptavinum kleift að hafa skilvirkt eftirlit með mörgum bílum. Hún veitir innsýn í sölu, birgðir og sendingar og skilar þannig betri samgöngum og vörustjórnun í rekstri. Eiginleikarnir fela í sér eftirlit með birgðum, hitastýringu og snjalla leiðsögn, sem skilar sér í aukinni sparneytni. Lausnin einfaldar stjórnun flota með rauntímagögnum og gervigreind til að hægt sé að sjá fyrir þörf á viðhaldi og tryggja hagkvæmni í rekstri.
Hleðslulausn Kia fyrir rafbíla fínstillir hleðsluáætlanir til að hámarka sparneytni. Hún tekur tillit til hleðslustöðu rafhlöðunnar, akstursleiða, áætlana og aksturshléa. Þar að auki stefnir Kia að því að bjóða upp á heildarorkulausn í gegnum háþróaða hleðsluinnviði, þar sem hægt verður að nýta öflugar rafhlöður til að knýja fartæki og neyðarbúnað. Þetta verður gert í gegnum nýjungar á borð við V2X-tækni, sem miðar að því að bíllinn sé fyrir allt.
Þessi samþætting IVI upplýsinga- og afþreyingarkerfis, FMS-flotastýringarkerfis og hleðslukerfa verður í boði í einum hugbúnaðarpakka, sem aftur býður upp á að lausnir séu sérsniðnar að mismunandi rekstrarumhverfi. Kia hefur stofnað til samstarfs við fyrirtæki á borð við Uber, Coupang, CJ Logistics, Kakao Mobility og Dubai Taxi Corporation til að bæta enn frekar PBV-rekstraráætlun sína.