Kia fyrir norðan og austan

Bílaáhugafólk á Norður- og Austurlandi ætti að kætast því um helgina verður Kia með bílasýningar á Akureyri, Sauðárkróki og á Egilstöðum. Þar verður hin fjölbreytta lína Kia til sýnis en nýr Kia Sportage verður í forgrunni enda um að ræða einn vinsælasta sportjeppa á Íslandi. Kia bílarnir verða til sýnis á bílasölu BVA á Egilssstöðum á föstudag kl. 15-18 og á laugardag kl. 11-16. Á Akureyri verður Kia sýning hjá Höldur bílasölu á föstudag kl. 15-18 og á laugardag kl. 11-16. Þá verður sýningin einnig á sunnudag á planinu hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki kl. 13-15.

,,Við erum afar ánægð að geta boðið upp á þessar bílasýningar og kynna Kia fyrir íbúum Norður- og Austurlands. Við finnum fyrir miklum velvilja þegar við förum með bílasýningar á landsbyggðina og ég á ekki von á öðru en að fólk muni fjölmenna til okkar og skoða nýjustu bílanna í Kia línunni. Kia bílarnir hafa verið að fá mjög góða dóma fyrir fallega hönnun, góða aksturseiginleika og hagkvæmni enda eru þeir eyðslugrannir og umhverfismildir. Þá eru allir nýir Kia bílar með 7 ára ábyrgð frá framleiðanda," segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.