19. mars 2024

Bjóðum fría skeggsnyrtingu í tilefni Mottumars

Fimmtudaginn 21. mars kl. 12-16 á Krókhálsi 11 og 13

mottumars-askja

Skoðaðu glæsilegt úrval bíla frá Öskju og láttu snyrta á þér skeggið í leiðinni.

Í tilefni af Mottumars 2024 bjóðum við gestum í sýningarsal Mercedes-Benz og smart að Krókhálsi 11 og í sýningarsal Kia og Honda að Krókhálsi 13 í fría skeggsnyrtingu.

Á sama tíma verða vörur til sölu frá Krabbameinsfélaginu og við tökum einnig við frjálsum framlögum. Allur ágóði rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins.

Komdu við hjá okkur fimmtudaginn 21. mars milli kl. 12 og 16.

Við tökum vel á móti þér!

Skoða úrval bíla frá Öskju