Bílaumboðið Askja

Fréttir

Lokanir um verslunarmannahelgina

Ágætu viðskiptavinir! Nú er verslunarmannahelgin framundan. Það verður lokað hjá okkur laugardaginn 30. júlí og mánudaginn 1. ágúst (frídagur verslunarmanna). Opnum aftur þriðjudaginn 2. ágúst.

Lesa meira

Kia setur sölumet í Evópu

Kia seldi alls um 230 þúsund bíla í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins og hefur suður-kóreski bílaframleiðandinn aldrei selt jafnmarga bíla í álfunni á sex mánaða tímabili. Salan hjá Kia í Evrópu í ár hækkar um 14,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Kia er þar með með 2,8% markaðshlutdeild í Evrópu sem er það hæsta sem fyrirtækið hefur náð í álfunni. Þar munar mest um mjög góða sölu á hinum nýja og vel heppnaða Kia Sportage sportjeppa sem kom á markað í ársbyrjun.

Lesa meira

Mercedes-Benz seldi yfir milljón bíla á fyrstu sex mánuðum ársins

Mercedes-Benz setti nýtt sölumet á fyrri hluta ársins 2016 en þýski lúxusbílaframleiðandinn seldi rúmlega milljón bíla á fyrstu sex mánuðum ársins. Mercedes-Benz hefur aldrei áður í langri sögu fyrirtækisins afhent svo marga bíla á hálfu ári. Söluaukningin nemur 12,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Í Kína jókst salan um 30% á fyrri hluta ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Í Evrópu var söluaukningin 13,3%.

Lesa meira

Askja lokar fyrr vegna landsleiks

Bílaumboðið Askja hefur ákveðið að loka fyrr á morgun eða kl. 15.30 vegna landsleiks Íslands og Austurríkis í lokakeppni EM í Frakklandi. Mikil eftirvænting ríkir meðal íslensku þjóðarinnar fyrir þennan mikilvæga leik og munu landsmenn án efa sitja límdir við sjónvarpstækin á meðan honum stendur. Með hagstæðum úrslitum í leiknum á morgun kemst Ísland í 16 liða úrslit keppninnar.

Lesa meira

Askja tekur þátt í WOW Cyclothon

Eins og á síðasta ári mun Bílaumboðið Askja taka þátt í hjólreiðamótinu WOW Cyclothon. Mercedes-Benz er einn af helstu styrktaraðilum mótsins. Mercedes-Benz útvegar fjóra bíla fyrir keppnina og munu þeir þjóna markvíslegum tilgangi á leiðinni. Einn bíllinn er t.d. þjónustubíll í samstarfi með GÁP fyrir keppendur, annar er dómarabíll og þá verða tveir bílar notaðir fyrir myndatökur. Askja sendir auk þess keppnisliðið #teamaskja til leiks í mótinu.

Lesa meira

Kia fyrir norðan og austan

Bílaáhugafólk á Norður- og Austurlandi ætti að kætast því um helgina verður Kia með bílasýningar á Akureyri, Sauðárkróki og á Egilstöðum. Þar verður hin fjölbreytta lína Kia til sýnis en nýr Kia Sportage verður í forgrunni enda um að ræða einn vinsælasta sportjeppa á Íslandi. Kia bílarnir verða til sýnis á bílasölu BVA á Egilssstöðum á föstudag kl. 15-18 og á laugardag kl. 11-16. Á Akureyri verður Kia sýning hjá Höldur bílasölu á föstudag kl. 15-18 og á laugardag kl. 11-16. Þá verður sýningin einnig á sunnudag á planinu hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki kl. 13-15.

Lesa meira
Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.