Bílaumboðið Askja

Fréttir

Kia kynnir nýjan og háþróaðan undirvagn fyrir næstu kynslóðir rafbíla

Kia í samvinnu við Hyundai Motor Group kynnti í dag nýjan og háróaðan E-GMP undirvagn (Electric-Global Modular Platform) sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla. Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir rafbíla hjá samsteypunni.

Lesa meira

Afhentu fyrsta Honda e rafbílinn

Fyrstu eintök verðlaunabílsins Honda e eru komin til landsins og afhendingar hafnar til kaupenda sem beðið hafa komu bílsins með mikilli eftirvæntingu.

Lesa meira

Mercedes-Benz kynnir áætlun um rafvæðingu vörubifreiða

Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti í framleiðslu á rafknúnum vörubílum á næstu árum. Mun framleiðsla hefjast á eActros vöruflutningabílnum árið 2021 en eActros verður með vel yfir 200 km drægni og er hann er hugsaður í vörudreifingu og þjónustu innan borgarmarka.

Lesa meira

Björgvin Páll fær Mercedes-Benz bifreið til að aka á milli grunnskóla landsins

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur sett af stað forvarnar- og fræðsluverkefni í grunnskólum landsins. Verkefnið ber nafnið Vopnabúrið og er fyrirlestrarröð fyrir nemendur, kennara og foreldra. Björgvin Páll er löngu landskunnur fyrir afrek sín sem landsliðsmarkvörður í handbolta en hann átti sjálfur ekki auðvelda æsku og þurfti því að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi og hafa mikið fyrir því að ná eins langt og hann gerði.

Lesa meira

Ný kynslóð af Mercedes-Benz S-Class frumsýnd

Mercedes-Benz frumsýndi í gær nýja kynslóð af S-Class lúxusbílnum sem er án efa tæknivæddasti fjöldaframleiddi bíll heims. Hann er búinn ótrúlegum tæknibúnaði og getur ekið á sjálfstýringu að allmiklu leyti. S-Class er flaggskip fólksbílaflota Mercedes-Benz og mest seldi lúxusbíll heims síðan hann kom fyrst á markað árið 1972.

Lesa meira

Honda flutt á Krókháls 13

Honda umboðið hefur flutt á Krókháls 13 og mun deila nýlegu og glæsilegu húsnæði með Kia. Honda bílar verða með sér sýningarsvæði í húsinu sem er tæplega 4.000 fermetrar að stærð og þar verður m.a að finna fullkomið þjónustuverkstæði sem verður fyrir Honda og Kia bifreiðar.

Lesa meira
Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.