Fyrirtækjalausnir

Allar lausnir á einum stað

Í rekstri bílaflota þurfa hagkvæmni, góð þjónusta og gæði að fara saman.

Askja státar af breiðu úrvali bíla frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart ásamt starfsfólki sem hefur mikla þekkingu og reynslu í þjónustu við okkar bíla. Við bjóðum upp á sérsniðnar lausnir fyrir rekstur bílaflota sem henta þínu fyrirtæki.

Hagkvæmt, öruggt og þægilegt

Markmið okkar er að mæta ólíkum þörfum fyrirtækja. Með því að hafa allan bílaflota fyrirtækisins hjá Öskju nær fyrirtæki þitt hagræðingu, skapar öryggi og eykur þægindi í daglegum rekstri.

Í Öskju bjóðum við glæsilegt úrval tvinn-, tengiltvinn- og hreinna rafbíla. Litlir, millistórir og stórir, allt frá smábílum í fjölhæfa og rúmgóða sendibíla.

Við bjóðum ráðgjöf í hleðslulausnum fyrir stór og smá fyrirtæki, hleðslubúnað og uppsetningu sem hentar þínum rekstri.

Senda fyrirspurn

Framúrskarandi þjónusta og fullkomin verkstæði

Ný og fullkomin verkstæði Öskju eru vel búin nýjasta tækjabúnaði fyrir okkar bíla. Rík áhersla er lögð á skjóta og skilvirka þjónustu fyrir fyrirtæki.

Með því að bjóða m.a. upp á forgreiningu, hraðþjónustu, lánsbíla og skjóta afgreiðslu varahluta er verulega dregið úr líkum á vinnustöðvun hjá þínu fyrirtæki.

Rafmögnuð framtíð í rekstri bílaflota

Innsýn í framtíðina og reynsluakstur fyrir þitt fyrirtæki. Pantaðu kynningu.

Fjölbreytt úrval rafbíla

Í Öskju bjóðum við glæsilegt úrval tvinn-, tengiltvinn- og hreinna rafbíla. Litlir, millistórir og stórir, allt frá smábílum í fjölhæfa og rúmgóða sendibíla. Við bjóðum ráðgjöf í hleðslulausnum fyrir stór og smá fyrirtæki, hleðslubúnað og uppsetningu sem hentar þínum rekstri.

Straumurinn er í Öskju 2023

Hleðslulausnir fyrir þitt fyrirtæki

Við bjóðum ráðgjöf í hleðslulausnum fyrir stór og smá fyrirtæki, hleðslubúnað og uppsetningu sem hentar þínum rekstri.

Zaptec go hleðslulausnir