7. júlí 2023

Bílaleiga Akureyrar - Höldur tekur við 10 smart #1 rafbílum

Með 420 km drægni og góða hleðslugetu hentar smart #1 afar vel fyrir bílaleigur.

Ólafur Stígsson, Bergþór Karlsson, Símon Orri Sævarsson, smart #1, Höldur, Bílaleiga Akureyrar

Samstarf Hölds - Bílaleigu Akureyrar og Öskju spannar mörg ár.

Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Hölds - Bílaleigu Akureyrar kom og tók við lyklum að 10 nýjum og glæsilegum smart #1 af þeim Ólafi Stígssyni og Símoni Orra Sævarssyni hjá Öskju. Gaman er að segja frá því að Bergþór hefur starfað hjá Höldi - Bílaleigu Akureyrar frá 14 ára aldri.

,,Höldur er frábær samstarfsaðili og hefur verið í viðskiptum við okkur lengi. Þetta er ein elsta og stærsta bílaleiga landsins og líka einn stærsti viðskiptavinur Öskju. Höldur hefur verið að taka inn öll vörumerki Öskju og því afar ánægjulegt að smart fari einnig sömu leið. Að okkar mati hentar smart #1 frábærlega fyrir bílaleigur á Íslandi." Sagði Ólafur Stígsson, sölustjóri fyrirtækjasölu hjá Öskju.

Steingrímur Birgisson, forstjóri og einn eigenda Hölds segist einnig spenntur fyrir smart á Íslandi: ,,smart er frábær nýjung og gríðarlega öruggur bíll með góða drægni sem við teljum að eigi eftir að vekja mikla lukku hjá ferðamönnum. Okkur leist vel á bílinn frá fyrstu kynningu þar sem hann er vel útbúinn og tæknivæddur. Höldur hefur þar að auki verið að auka kaup á rafbílum og smart #1 passar vel inn í þær áætlanir."

Við hjá Öskju hlökkum til áframhaldandi samstarfs og óskum Höldi til hamingju með nýja og glæsilega smart #1

Frá vinstri: Ólafur Stígsson, sölustjóri fyrirtækjasölu hjá Öskju, Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Hölds, Símon Orri Sævarsson, sölustjóri smart á Íslandi.

Í smart eru allar helstu nýjungar í þægindum og áreiðanleika: Þökk sé hnökralausum tengimöguleikum í bílnum og áreiðanlegum öryggis- og aðstoðareiginleikum eru þægindin í fyrirrúmi.

Nánar um smart #1