Viltu horfa inní framtíðina?
Við bjóðum þínu fyrirtæki að fræðast um hvernig bílar eru væntanlegir á næstu árum, hvað er framundan í rafbílavæðingunni og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér þessa þróun í sínum rekstri. Þú gætir uppgötvað ný tækifæri þar sem hagræðing í rekstri fer saman með auknum þægindum og ábyrgð í umhverfismálum.
Hvort sem þú ert með lítinn eða stóran bílaflota eða vilt leggja þitt af mörkum við stefnu fyrirtækisins og samfélagslegrar ábyrgðar, hafðu þá samband og við finnum tíma sem hentar þínu teymi til að skoða rafmagnaða framtíð í rekstri bílaflota.
Við gefum okkur eina klukkustund í kynningu með fjarfundarbúnaði þar sem þátttakendur geta verið staddir á mismunandi stöðum. Í kjölfarið bjóðum við fyrirtækjum að fá rafbíla að láni til reynsluaksturs fyrir starfsfólk.
Við hlökkum til að gefa ykkur innsýn í framtíðina!