Askja

Við hjá Öskju sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart.

Askja Krókháls 11

Markmið Öskju er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina

Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika þar sem starfsfólk leggur sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu.
Mikið kapp er lagt á að laða að, ráða, efla og halda í hæft starfsfólk. Þess vegna starfar hjá Öskju öflugur hópur fólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu.

Eigandi Öskju er eignarhaldsfélagið VEKRA ehf.

Við erum á þremur stöðum á Krókhálsi, númer 7, 11 og 13

Þar finnur þú rúmgóða og bjarta sýningarsali, þrjú fullkomin bílaverkstæði og varahlutaverslun.

Krókhálsi 11 - Sala og þjónusta Mercedes-Benz fólks- og atvinnubifreiða og smart. Sýningarsalur, sala varahluta, fólksbílaverkstæði og sendibílaverkstæði
Krókhálsi 13 - Sala og þjónusta Kia og Honda fólksbifreiða. Sýningarsalir, fólksbílaverkstæði, hraðþjónusta, aukahlutir
Krókhálsi 7 - Sala notaðra bíla

Gildin okkar

Metnaður

Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika þar sem starfsfólk leggur sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu.

Fagmennska

Við viljum tryggja gæði og fagmennsku í öllu okkar starfi og að það endurspeglist í vinnubrögðum og þjónustu. Við leggjum okkur fram við að koma auga á leiðir til þess að gera hlutina stöðugt betur og ná meiri árangri.

Heiðarleiki

Við komum heiðarlega fram hvort sem er við samstarfsfólk eða viðskiptavini. Uppbyggileg og lausnamiðuð samskipti eru höfð að leiðarljósi í öllu okkar starfi.

Gleði

Við leggjum öll okkar af mörkum til að viðhalda menningu sem einkennist af gleði.

Starfsumhverfi

  • Áhersla á opin og uppbyggileg samskipti
  • Samræming atvinnu- og fjölskyldulífs
  • Hlúð að heilsu og heilbrigði starfsfólks
  • Reglulegir viðburðir og skemmtanir

Ráðningar

  • Áhersla á að laða að umsækjendur með fjölbreyttan bakgrunn
  • Vel er tekið á móti nýju starfsfólki
  • Nýir stjórnendur fá handleiðslu og þjálfun

Starfsþróun

Markviss fræðsla og starfsþróun sem tekur mið af stefnu Öskju hverju sinni

Jafnrétti

Askja starfar samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85/2012 og hefur hlotið jafnlaunavottun. Það er markmið Öskju að bjóða samkeppnishæf kjör og að allt starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Umhverfi

Askja starfar samkvæmt umhverfisstaðlinum ISO 14001. Við viljum vera leiðandi á sviði umhverfismála og leitast við að vernda umhverfi okkar og koma í veg fyrir mengun. Við höfum sett okkur umhverfisstefnu sem lýsir markmiðum okkar og þeim aðgerðum sem við höfum innleitt.

Aðrar stefnur og reglur

Í Öskju leggjum við okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu. Við viljum halda viðskiptavinum okkar upplýstum, ánægðum og á ferðinni.

Fleiri stefnur Öskju