Akstursdrægni
Akstursdrægni rafbíla er mismunandi og veltur á mörgum þáttum. Hleðsla bílsins skiptir máli og hversu hratt er ekið. Vegyfirborð, loftslag og landfræðilegir þættir eins og hæð yfir sjávarmáli eru líka áhrifaþættir. Í dag er akstursdrægni flestra 100% rafbíla á bilinu 160 til 450 km á einni hleðslu en tengiltvinnbíla (PHEV) frá 50-100 km.
Gríðarlegar framfarir eru framundan í akstursdrægni rafbíla á næstu árum og ljóst er að þessar tölur eiga eftir að hækka. Ástæðan er fyrst og fremst framþróun í framleiðslu á rafhlöðum. Þegar haft er í huga að helmingur allra akstursferða eru innan við 8 km langar er ljóst að hægt er að fara fjölda ferða á einni hleðslu. Þeir ökumenn sem þurfa reglulega að aka langar vegalengdir gætu kynnt sér kosti tengiltvinnbíls með bensínvél (PHEV). Hleðslustöðvar eru um allt land og fer þeim ört fjölgandi, þannig ekki þarf að hafa áhyggjur í umferðinni.
Nýjustu hraðhleðslustöðvarnar búa yfir tækni að hlaða rafbíla allt að 80% á 30 mín og er sá tími er alltaf að styttast.