Verkstæði vöru- og hópferðabíla
Þjónusta vöru- og hópferðabíla Mercedes-Benz er hjá Sleggjunni.
Þann 1. maí 2021 fluttist þjónustan alfarið frá Öskju til Sleggjunnar með öllum tækjabúnaði og sérþjálfuðu starfsfólki Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla.
Bílaumboðið Askja og Sleggjan hafa gengið til samstarfs um þjónustu við vöru- og hópferðabíla frá Mercedes-Benz, Setra, og Unimog ásamt búnaði frá Meiller.
Askja mun áfram sinna þjónustu fyrir sendibíla og minni hópferðabíla (Sprinter, Vito, Citan og V-Class) á sendibílaverkstæði Öskju á Krókhálsi 11.
Sleggjan mun því framkvæma allt þjónustuviðhald, viðgerðir, innkallanir, ábyrgðarviðgerðir og fleira sem áður var framkvæmt hjá Öskju. Sleggjan hefur verið í rekstri frá árinu 1990 og þekkir vel til viðgerða á bifreiðum frá Mercedes-Benz.
Með samstarfinu eflum við þjónustuna enn frekar með meiri sveigjanleika og hraða en Sleggjan er með ein best búnu verkstæði landsins sem staðsett eru á tveimur stöðum:
- Desjamýri 10, 270 Mosfellsbæ
- Klettagörðum 4, 104 Reykjavík