Sleggjan sem er alhliða þjónustuverkstæði fyrir vörubifreiðar og aftanívagna mun frá 1. maí taka yfir þjónustu, viðgerðir og viðhald á Mercedes-Benz vöru- og hópferðabílum og á sama tíma taka við atvinnubíla verkstæði Öskju sem mun því alfarið færast úr húsnæði Öskju til Sleggjunnar.
Starfsemi Sleggjunnar verður áfram í nýrri og vel búinni aðstöðu félagsins í Desjamýri í Mosfellsbæ og í Klettagörðum 4 í Reykjavík. Starfsmenn félagsins verða við þessa breytingu hátt í 30 talsins. Askja sem er umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz, Kia og Honda mun áfram reka verkstæði sín fyrir fólks- og sendibíla á Krókhálsi, ásamt söludeildum bifreiða og varahluta.