Bílaumboðið Askja

Um Öskju

Askja

undefined

Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 100 manns. 

Bílaumboðið Askja er til húsa í mjög vel búnu og glæsilegu húsnæði á Krókhálsi 11-13, Reykjavík. Þar er meðal annars að finna fullkomin bílaverkstæði, varahlutaþjónustu og rúmgóðan og bjartan sýningarsal fyrir Mercedes-Benz fólksbifreiðar og atvinnubifreiðar. Kia er að Krókhálsi 13 er þar má finna bílaverkstæði, varahlutaþjónustu og sýningarsal fyrir Kia fólksbifreiðar.

Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar.

Eigandi Öskju er eignarhaldsfélagið Top. Hjörleifur Jakobsson er stjórnarformaður Öskju og Top. Aðrir stjórnarmenn eru Frosti Bergsson, sem jafnframt er varaformaður stjórnar, Egill Ágústsson, Hjördís Ásberg og Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir. Jón Trausti Ólafsson er framkvæmdastjóri Öskju. 

Bílaumboðið Askja
Krókhálsi 11-13
110 Reykjavík
Sími 590 2100
Fax 590 2199
Kennitala 450704-2290
Vsk nr. 84323
Bankaupplýsingar: 0358-22-557 

Skipurit Öskju

Smelltu á myndina hér að ofan til að sækja skipurit sem pdf skjal.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.