Skilahólf og Snjall lyklabox

Opið 24/7 - Komdu með eða sæktu bílinn þegar þér hentar!

skilaholf-lykla-og-snjall-lyklabox
Staðsetningar á Krókhálsi 11 (Mercedes-Benz) og Krókhálsi 13 (Kia / Honda)

Skilahólf lykla

Til að skilja eftir lykla.

Í skilahólfinu er umslag sem þú merkir með nafni, símanúmeri og bílnúmeri, setur lykilinn í umslagið og skilar í lúgu inní skilahólfinu, sjá nánari leiðbeiningar hér að neðan.

Skilahólf og snjall lyklabox á Krókhálsi 11 (Mercedes-Benz) er staðsett í anddyri verkstæðisinngangs.
Skilahólf og snjall lyklabox á Krókhálsi 13 (Kia / Honda) er staðsett í anddyri aðalinngangs.

 • Skila lykli.

  1. Lyftið loki á lyklahólfi til að sækja umslag.
  2. Fyllið út upplýsingar á umslag.
  3. Setjið lykla í umslag.
  4. Leggið umslag í hólf.
  5. Lokið skúffu.
  6. Ganga úr skugga um að umslag sé horfið.

  ATH. Passa að setja umslag með lykli í rétt hólf.

  • Gætið þess að á lyklakippunni sé einungis lykill að bílnum.
  • Vinsamlegast fjarlægið verðmæti úr bílnum, s.s. ökuskírteini, síma, greiðslukort og fleira.

  Askja ber ekki ábyrgð á ofangreindum hlutum eða öðru því sem á lyklakippunni eða í bílnum kann að vera og ber ekki ábyrgð á bílnum sjálfum sé hann staðsettur fyrir utan verkstæði fyrirtæksins.

Skilahólf-lykla
Skilahólf lykla.

Snjall lyklabox


Þú getur þú sótt lyklana allan sólarhringinn.
Þegar bíllinn þinn er tilbúinn eftir heimsókn á þjónustuverkstæðið getur þú hringt í síma 590-2130 fyrir kl. 16:00 og óskað eftir að lyklar verði settir í lyklabox.

Í framhaldinu verður þér sendur greiðsluhlekkur í símann þar sem hægt er að ganga frá greiðslu og þá er lykillinn settur í lyklabox.

Sjá leiðbeiningar hér að neðan með hvernig á að sækja lykilinn. Það er sáraeinfalt!

Skilahólf og snjall lyklabox á Krókhálsi 11 (Mercedes-Benz) er staðsett í anddyri verkstæðisinngangs.
Skilahólf og snjall lyklabox á Krókhálsi 13 (Kia / Honda) er staðsett í anddyri aðalinngangs.

 • Sækja lykil.

  1. Veldu „Key Pickup“ í valmynd á skjá. Sláðu inn lykilorð sem þér var gefið á skjá á lyklaboxi og ýttu á „Enter“
  2. Lyklahólfið þitt mun opnast. Vinsamlegast taktu lyklana þína og lokaðu hólfinu.
  3. Ýttu svo á „Okay“ á skjá til að staðfesta að lykill hafi verið tekinn.

Snjall-lyklabox
Snjall lyklabox