
Bílaleiga
Askja bíður bíla til leigu á sérkjörum til viðskiptavina sem eiga pantaðan tíma á þjónustuverkstæði


Öruggara er að bóka með fyrirvara.
Við gerum okkar besta til að útvega bíl sem hentar þér en getum ekki ábyrgst að ákveðnar tegundir séu alltaf lausar.
Hringdu í okkur í síma 590 2100 eða sendu okkur tölvupóst á bilaleiga@askja.is
Bifreiðin afhendist leigutaka tilbúin til aksturs og er hún á ábyrgð hans meðan á útláni stendur. LEIGUTAKI skal taka fullt tillit til akstursskilyrða og ytri aðstæðna, ásamt því að framfylgja umferðarlögum meðan á akstri stendur. LEIGUTAKI skal skila bifreið með sömu eldsneytisstöðu og hún var í við útlán og er merkt á leigusamning eða greiða fyrir notað eldsneyti, kr.40kr.- á ekinn kílómeter, eða, ef við á, greiða fyrir áfyllingu og ÞJÓNUSTUGJALD KR.1250.-.
Sé útlán vegna viðgerðar bifreiðar á forræði leigutaka miðast útlánstími við áætlaðan viðgerðartíma bifreiðar. Að viðgerð lokinni telst lánstíma lokið og ber leigutaka að skila bifreið sama dag og hann fékk tilkynningu þar um (skiladagsetning). Leigutaki þarf að greiða leigu samkvæmt verðskrá Öskju sé bifreið ekki skilað á réttum tíma. Í sértækum aðstæðum má semja um frest á skilum. Sé bifreið ekki skilað á skiladagsetningu gæti lögreglu verið gert viðvart og tilkynnt um stuld á bifreiðinni, enda varðar sú háttsemi við almenn hegningarlög nr. 19/1940. Askja áskilur sér rétt að innkalla útlánsbíla áður en verki lýkur ef þörf krefur.
Ástand ökutækis: Leigutaki skal ganga úr skugga um að lýsing á ástandi bifreiðar sé í samræmi við það sem fram kemur á leigusamning áður en notkun á ökutæki hefst. Sé ósamræmi á lýsingu samkvæmt leigusamningi og ástandi bifreiðar skal tilkynna það starfsmönnum Öskju áður en notkun á ökutæki hefst. Skemmdir sem koma í ljós þegar bifreið er skilað og eru ekki tilgreindar á leigusamning, geta myndað greiðslukröfu á leigutaka. Verði tjón á bifreiðinni á meðan á útláni stendur skal leigutaki bæta það tjón samkvæmt skilmálum kaskótryggingar ökutækis. Eigin áhætta skal greidd að hámarki kr. 150.000.- eða í samræmi við tryggingarskilmála ökutækis. Leigutaki þarf að fylla út tjónaskýrslu ef tjón verður.
Takmarkanir á notkun bílaleigubíla: Akstur utan vega er bannaður. Skemmdir á ökutæki og sektir vegna utanvegaaksturs skulu greiðast af leigutaka. Kostnaður vegna þess að rangt eldsneyti er sett á bílinn fellur á leigutaka, þar með talið kostnaður við flutning á bílaleigubíl.
Viðmiðunarakstur er 1800 km á mánuði. Eftir það er gjald á hvern ekinn kílómeter 20 kr. Ekki má festa neitt utan á bílaleigubíla og ekki má geyma neitt á toppi bílanna. Kostnaður vegna skemmda af völdum þess að eitthvað hefur verið fest utan á bílaleigubíl greiðist af leigutaka. Ekki má nota bílaleigubíla til fólksflutninga í atvinnuskyni. Sé bíl skilað mjög skítugum áskilur Askja sér rétt til að rukka fyrir þrif á bíl. Reykingar í bílaleigubílum eru bannaðar.