Kia ætlar að auka verðmæti viðskiptavina sinna og styrkja enn frekar sterka stöðu sína á alþjóðlegum rafbílamarkaði á þessu ári.
Kia tilkynnti í dag sölu á 3.085.771 ökutækjum á heimsvísu árið 2023, sem er nýtt árlegt sölumet á heimsvísu. Þetta gerir 6,3 prósenta aukningu ef miðað við sama tímabil og í fyrra.
Að frátöldum sértækum ökutækjum jókst sala Kia árið 2023 á mörkuðum utan Kóreu um 6,7 prósent frá fyrra ári, í 2.516.383 eintök. Sala í Kóreu nam alls 563.660 eintökum, sem er 4,6 prósenta aukning.
Fyrri besti árangur Kia á ári mældist árið 2014, þegar salan nam alls 3.038.552 eintökum. Þar á meðal voru 2.573.352 bifreiðar seldar utan Kóreu og 465.200 bíla í Kóreu.
Kia skráði einnig sína mestu árlegu sölu á mörgum af helstu mörkuðum sínum árið 2023, þar á meðal í Bandaríkjunum, Evrópu og Indlandi.