3. sept. 2024

Kia vinnur tvöfalt á Red Dot verðlaununum

Kia hlýtur Red Dot verðlaun fyrir heildarhönnun ritfanga í tilefni 80 ára afmæli Kia og fyrir PBV sýningamyndband

Kia-PBV-bilar

Red Dot hönnunarverðlaunin eru ein þau áhrifamestu í heiminum en þar eru sköpunargáfa og nýsköpun í hönnunargeiranum heiðruð í ýmsum atvinnugreinum.

  • Kia hlaut lof í flokki vörumerkja- og samskiptahönnunar fyrir heildarhönnun í tilefni 80 ára afmæli Kia og fyrir myndband um PBV hreyfanleikahugmyndir.
  • Verðlaunin koma í kjölfar velgengni Kia í apríl fyrr á árinu þegar Kia EV9 vann verðlaunin “Besti af þeim bestu” (e. best of the best).
  • Verðlaunaða hönnun Kia fagnar 80 ára ferðalagi Kia sem brautryðjandi í hreyfanleika, sjálfbærri, og framtíðarmiðaðri sýn vörumerksins.

Kia hefur hlotið viðurkenningu í tveimur flokkum á hinum virtu Red Dot hönnunarverðlaunum árið 2024. Heildarhönnunarpakki fyrirtækisins í tilefni 80 ára afmælis og PBV sýningarmyndband fengu verðlaun fyrir afburðarsköpun í flokki vörumerkja- og samskiptahönnunar.

Þessir tveir sigrar Kia á verðlaununum koma í kjölfarið á því að hinn alrafmagnaði EV9 jepppi Kia tryggði sér hin eftirsóttu „besti af þeim bestu” verðlaun á Red Dot hönnunarverðlaunum fyrir vöruhönnun í apríl fyrr á árinu.

Kia-EV9-red-dot-best-of-the-best
Kia EV9 var valinn sá besti af þeim bestu árið 2024.

Í tilefni af 80 ára afmæli vörumerksins kynnti Kia endurvinnanlega heildarhönnun og ritföng fyrir árið 2024 til þess að hvetja starfsfólk að eigna sér sameiginleg markmið í hönnunarstefnu fyrirtækisins og á sama tíma staðfesta skuldbindingu Kia gagnvart sjálfbærri nýsköpun og linnulausri framfarasókn.

Red Dot viðurkenningin fyrir ritföng Kia eru ekki bara viðurkenning á skapandi yfirburðum Kia heldur einnig vitnisburður um ótrúlega ferð vörumerkisins sem brautryðjandi í hreyfanleika síðastliðin 80 ár.

Kia-red-dot-verdlaun-ritfong
Endurvinnanleg heildarhönnun og ritföng Kia eru vitnisburður um vegferð Kia

Sýningarmyndband Kia, sem var frumsýnt á CES 2024, er annað úrvals dæmi á hönnunarhæfileikum vörumerkisins.

Í gegnum yfirgripsmikla sjónræna frásögn vakti myndbandið umbreytingarmöguleika PBV lausna Kia til lífs.

Þessi nálgun endurspeglaði ekki aðeins kjarnagildi Kia heldur kynnti einnig flóknar tækninýjungar fyrir viðskiptavinum á auðskiljanlegan og viðskiptavinamiðaðan hátt.

Sjá myndband hér
Kia-PBV-red-dot-verdlaun-2024
Kia endurskilgreinir atvinnubíla með PBV bílum.

Red Dot viðurkenningarnar tvær endurspegla áframhaldandi skuldbindingu Kia til byltingakenndra hönnunar og staðfesta hugmyndafræði vörumerkisins sem þrýstir á mörk nýsköpunar, sækist eftir stöðugum framförum og finnur innblástur til að móta framtíð hreyfanleika.

Kia-PBV-red-dot-verdlaun-2024
Sérsniðin farartæki og lausnir munu auka fjölhæfni og bjóða upp á takmarkalausa möguleika.