Mýsli, kerfi sveppþráða í jarðvegi, getur mögulega komið í stað leðurs og annarra efna.
Kia hefur kynnt frekari upplýsingar um innanrými EV3 og EV4 hugmyndabílanna ásamt byltingarkenndum og umhverfisvænum efnum, sem og aðferðirnar sem notaðar eru til að búa þau til. Þetta mun gegna lykilhlutverki í þróun fyrirtækisins í átt að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði sjálfbærra samgöngulausna.
Þegar hönnunarteymið sem sér um liti, efni og frágang hannaði innanrými Kia EV3 hugmyndabílsins sótti það innblástur í frumefnið loft með því að nýta birtu og gagnsæi eins vel og kostur var í farþegarýminu. Í Kia EV4 hugmyndabílnum notaði hönnunarteymið einnig ýmiss konar ný og sjálfbær efni sem draga úr umhverfisáhrifum bílsins, veita aukið hönnunarfrelsi og bjóða upp á einstaka möguleika í litavali og frágangi.