Tíu sjálfbærnilausnir Kia í nýjum EV9 á að nota í öllum nýjum vörulínum Kia með það markmið að auka sjálfbærni í fjöldaframleiðslu
Lausnirnar eru hluti af sjálfbærniáætlun Kia, sem felur í sér skuldbindingar um að draga úr notkun leðurs og fjárfesta í þróun nýrra lífrænna efna.
Kia hefur löngum notað sjálfbær efni í vörurnar sínar og má þar fyrst nefna notkun á lífplasti og lífrænum trefjum úr sykurreyr í Soul EV-bílnum árið 2014. Með úrvali af íhlutum sem unnir eru úr plöntum, notkun á endurunnu PET-plasti og ónýtum fiskinetum við framleiðslu heldur Kia áfram að gera vörurnar sínar sjálfbærari.
Nú hefur Kia kynnt frekari upplýsingar um umfangsmikla sjálfbærniáætlun sína, en það er liður í því markmiði framleiðandans að ná kolefnishlutleysi í allri starfsemi sinni fyrir árið 2045. Framtakið miðar að því að auka sjálfbærni í fjöldaframleiðslu og nota bestu efni sem tök er á í allar nýjar vörulínur.
Fyrsta aðgerð Kia var að skuldbinda sig til að hætta alfarið notkun á leðri í öllum nýjum vörum. Í öðru lagi, eins og kemur fram hér að neðan, ætlar Kia að innleiða 10 nauðsynlegar sjálfbærnilausnir í nýjar vörulínur frá og með framleiðslu á EV9. Kia mun halda áfram á þessari braut með fjárfestingu í rannsóknar- og þróunarverkefnum til að auka vægi lífefnaframleiðslu. Þetta er til marks um það hversu einbeitt fyrirtækið er í að stuðla að þróun sjálfbærrar tækni.
1. Lífplast
Lífplast er ný tegund af plasti sem hægt er að framleiða með ýmsum endurnýjanlegum lífmassa, svo sem jurtaolíum, maísolíu, sagi og sykurreyr. Með notkun lífplasts má draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, auka fjölbreytni í efnisvali og minnka útsetningu fyrir óæskilegum efnum.
Lífplast er ekki eingöngu sjálfbært. Það er einnig fjölhæft og endingargott og má nota við gerð á ýmsum hlutum í innanrými bíla. Lífplast er notað víða í hönnun EV9, allt frá mælaborðinu og miðstokknum til stoða og skrautlista.
2. Endurunnið plast (PCM)
Endurunnið plast (PCM) er nákvæmlega eins og nafnið gefur til kynna: plast sem búið er til með því að endurvinna efni úr vörum sem eru þegar til í staðinn fyrir að vinna það frá grunni.
Þetta byltingarkennda ferli hefur nokkra kosti sem skila sér í allt framleiðsluferlið. Í fyrsta lagi dregur það verulega úr magni plastúrgangs sem endar á urðunarstöðum eða mengar umhverfið. Í öðru lagi er notkun á endurunnu plasti liður í því að vernda óendurnýjanlegar auðlindir, þar sem það dregur úr þörfinni að nota ný efni við framleiðslu.
Í nýjum Kia EV9 er endurunnið plast meðal annars notað í skrautlista á hurðum. Með notkun á endurunnu plasti í framleiðslu EV9 er Kia að grípa til virkra aðgerða til að draga bæði úr myndun úrgangs og urðun.
3. Lífrænt gervileður
Þar sem Kia ætlar að hætta notkun á leðri hefur lífrænt gervileður komið í stað þess. Þannig má ná fram sjálfbæru jafnvægi með því að draga úr heildarlosun kolefnis og nota íhluti sem unnir eru úr plöntum.
Sæti úr lífrænu gervileðri er ekki aðeins sjálfbær valkostur heldur einnig sérlega þægilegur. Sæti og klæðning í innanrými EV9 eru úr lífrænu gervileðri og eru hönnuð til að veita góðan stuðning, bólstrun og endingu, auk þess að vera mjúk viðkomu og anda vel.