Nýtt flaggskip Kia - alrafmagnaður EV9, er kominn til landsins.
Frumsýning á þessum brautryðjandi rafjeppa verður í sýningarsal Kia á Krókhálsi 13, laugardaginn 11. nóvember kl. 12-16.
Kia EV9 er byggður á hinum byltingarkennda E-GMP undirvagni (Electric Global Modular Platform) sem veitir kraftmikil afköst. Drægni EV9 er allt að 522 km samkvæmt WLTP-staðli. Með ofurhraðri hleðslugetu er hægt að ná 249 km drægni á um það bil 15 mínútum.
EV9 kemur fyrst um sinn í GT-Line útfærslu sem er fjórhjóladrifinn og skilar hröðun frá 0-100km/klst á einungis 5,3s. Þessi stóri og stæðilegi rafjeppi er með sæti fyrir sex eða sjö manns. Útlitið er djarft og nútímalegt en á sama tíma heldur bíllinn sínum sérkennum.
Framhlið EV9 einkennist af skýrum línum og hreinum flötum með traustu, skýru og sportlegu yfirbragði. Hið einkennandi "stafræna tígrisandlit“ gefur bílnum sérstæðan svip sem er undirstrikaður með ljósagrilli með stafrænu mynstri og lóðréttum, framúrstefnulegum aðalljósum. Stafræna tígrisandlitið er einnig búið tveimur klösum af kassalaga ljósum við hlið beggja aðalljósanna. Sérstök „stjörnukorta“ LED-dagljósin á EV9 mynda lifandi lýsingarmynstur sem mun einkenna stafrænt tígrisandlit Kia á rafbílum fyrirtækisins í framtíðinni, auk þess að skila sérlega magnaðri lýsingarupplifun. Rafjeppinn er með 3.100 mm hjólhaf og kemur á sportlegum 21” felgum. Heildarlengd bílsins er 5.010 mm, á breiddina er hann 1.980 mm og 1.755 mm á hæðina.
Í bílnum er einnig að finna brautryðjandi og sjálfbær efni þróuð af Kia. Má þar nefna lífplast, endurunnið PET-plast eða fiskinet, lífræn málning og lífrænn pólýúretansvampur. Öll þessi efni verða til sýnis í sýningarsal Kia að Krókhálsi.