Skalanlegar sjálfbærnilausnir Kia.
Tíu sjálfbærnilausnir Kia í EV9, sem kynntur var árið 2023 á að nota í öllum nýjum vörulínum Kia en Kia hefur sett stór markmið í að auka sjálfbærni í fjöldaframleiðslu.
Lausnirnar eru hluti af sjálfbærniáætlun Kia, sem felur í sér skuldbindingar um að draga úr notkun leðurs og fjárfesta í þróun nýrra lífrænna efna.
Kia hefur löngum notað sjálfbær efni í vörurnar sínar og má þar fyrst nefna notkun á lífplasti og lífrænum trefjum úr sykurreyr í Soul EV-bílnum árið 2014.
Með úrvali af íhlutum sem unnir eru úr plöntum, notkun á endurunnu PET-plasti og ónýtum fiskinetum við framleiðslu heldur Kia áfram að gera vörurnar sínar sjálfbærari.
Fyrsta aðgerð Kia var að skuldbinda sig til að hætta alfarið notkun á leðri í öllum nýjum vörum. Kia mun halda áfram á þessari braut með fjárfestingu í rannsóknar- og þróunarverkefnum til að auka vægi lífefnaframleiðslu. Þetta er til marks um það hversu einbeitt fyrirtækið er í að stuðla að þróun sjálfbærrar tækni.