Vefstjóri - tímabundið starf
Við hjá Öskju leitum að metnaðarfullum einstaklingi til að sinna tímabundið starfi vefstjóra frá mars 2025 til mars/apríl 2026. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni á áhugaverðum og spennandi bílamarkaði.
Helstu verkefni:
- Dagleg umsjón með vefsíðum Öskju og systurfélaga
- Samskipti við verktaka og birgja
- Umsjón með leitarvélabestun og vefmælingum
Við leitum að liðsfélaga með:
- Menntun í vefþróun, vefhönnun, forritun eða annað nám sem nýtist í starfi
- Þekkingu á vefkerfum og gott auga fyrir hönnun og útliti
- Færni í teymisvinnu og samstarfs- og samskiptafærni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
- Góða íslensku- og enskukunnátta
Af hverju Askja?
- Fjölskylduvænn vinnustaður
- Æfingaaðstaða og íþróttastyrkur
- Samkeppnishæf laun
- Reglulegir viðburðir
- Allir hafa rödd sem hlustað er á
- Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
Nánari upplýsingar um starfsumhverfið: https://www.askja.is/vinnustadurinn
Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Víkingur Grímsson markaðsstjóri vg@askja.is
Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði. Askja er í fremstu röð þegar kemur að framboði raf- og tengiltvinnbifreiða.
Umsóknarfrestur frá:01.11.2024
Umsóknarfrestur til:22.11.2024