Söluráðgjafi

Við leitum að metnaðarfullum og drífandi aðila í starf söluráðgjafa hjá Bílaumboðinu Öskju. Við bjóðum einstakt tækifæri til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í lifandi umhverfi og skemmtilegu starfsumhverfi.

Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði. Askja er í fremstu röð þegar kemur að framboði raf- og tengiltvinnbifreiða.

Helstu verkefni:

  • Söluráðgjöf
  • Móttaka viðskiptavina og símsvörun
  • Tilboðsgerð, eftirfylgni og samningagerð
  • Úthringiherferðir
  • Þátttaka í verkefnum sem tengjast sölu og þjónustu

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sölustörfum
  • Rík þjónustulund og mikil samskiptahæfni 
  • Sjálfstæð vinnubrögð og vilji til að ná árangri í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta 

Af hverju Askja?

  • Fjölskylduvænn vinnustaður
  • Samkeppnishæf laun
  • Reglulegir viðburðir
  • Allir hafa rödd sem hlustað er á
  • Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks

Í anda jafnréttisstefnu Öskju hvetjum við öll áhugasöm til að sækja um; óháð kyni.

Um er að ræða framtíðarstarf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristmann Freyr Dagsson sölustjóri Kia kfd@askja.is

Umsóknarfrestur frá:22.04.2025
Umsóknarfrestur til:04.05.2025

Sækja um