EQE SUV-Mercedes-Benz

EQE SUV

Nær nýjum hæðum.

Verð frá 12.890.000 kr.

 • 100% rafmagn
 • Allt að 552 km drægni
 • Allt að 687 hestöfl
 • Allt að 1.686 lítra farangursrými
 • MBUX hágæða margmiðlunarkerfi
 • Lúxus sportjeppi

Rafmagnaður lúxus

EQE SUV er 100% rafmagnaður lúxusjeppi frá Mercedes-Benz.

Hann er byggður á sameiginlegum EVA 2.0 undirvagni sem einnig má finna í EQS og EQE fólksbílunum og er innanrými EQE SUV eitt það besta sem finnst í bíl í þessum stærðarflokki. Hann inniheldur nýstárlegan þægindabúnað sem gerir aksturupplifunina einstaka.

Skýrar línur gefa bílnum nýstárlega straumlínulögun og sportlegt yfirbragð, ásamt skarpri ásýnd og samfelldu heildarútliti. Akstursstoðkerfi, leiðsögukerfi með snjallvirkni og framúrskarandi hljómgæði gera þér kleift að njóta þín á löngu ferðalagi sem sem verður einstaklega þægilegt og afslappandi.

Einstaklega nútímaleg hönnun á innra rýminu er tilkomumikil, sérstaklega með hinum valkvæða MBUX ofurskjá.

Bóka reynsluakstur
Nýr EQE SUV
EQE SUV með hjólafestingu
EQE SUV innanrými
EQE SUV stýri í innanrými
EQE SUV farþegarými
EQE SUV afturljós

Útfærslur

  • Drægni allt að: 551 km
  • Hestöfl: 292
  • AC/DC hleðsla kW: 11/170
  • Stærð rafhlöðu: 90 kWh

  Nánar

  • Drægni allt að: 552 km
  • Hestöfl: 408
  • AC/DC hleðsla kW: 11/170
  • Stærð rafhlöðu: 90 kWh

  Nánar

  • Drægni allt að: 476 km
  • Hestöfl: 476
  • AC/DC hleðsla kW: 11/170
  • Stærð rafhlöðu: 90 kWh

  Nánar

  • Drægni allt að: 450 km
  • Hestöfl: 625
  • AC/DC hleðsla kW: 11/170
  • Stærð rafhlöðu: 90 kWh

  Nánar

Nánar um EQE SUV

Ítarlegri upplýsingar um EQE SUV má nálgast á vefsíðu Mercedes-Benz á Íslandi.

EQE SUV

Mercedes-AMG EQE SUV

EQE SUV mun einnig vera í boði í AMG útgáfu, EQE 43 4MATIC SUV og EQE 53 4MATIC+ SUV en hann er fyrsti 100% rafmagnaði lúxusjeppinn frá Mercedes-AMG.

EQE 43 4MATIC SUV er grunngerðin í flokki aflmikilla rafbíla hjá Mercedes-AMG. EQE 53 4MATIC+ SUV einkennist af enn sportlegri afkastagetu og aksturseiginleikum. Í báðum gerðum er boðið upp á nýstárlegar tæknilausnir sem gera þær að hreinræktuðum AMG.

Tveir öflugir rafmótorar og fjölhæft fjórhjóladrif er grundvöllur einstakrar akstursupplifunar bílsins sem fylgir jafnan AMG útgáfu.

Mercedes-AMG EQE SUV er allt að 687 hestöfl.

EQE SUV AMG að framan
EQE SUV AMG að aftan
EQE SUV AMG stýri
EQE SUV AMG farþegarými