Nýr CR-V í tengiltvinn útfærslu (e. Plug-in Hybrid)
Nýr CR-V er byggður á sígildu útliti forvera síns en útlit hans er nú enn kraftmeira og sportlegra með nútímalegri hönnun sem endurspeglar hrífandi aksturseiginleika bílsins.
CR-V Plug-in Hybrid er lengri, breiðari og hærri en fyrri útgáfur, sem gerir hann enn kraftmeiri og afgerandi á veginum. Farþegarýmið er rúmgott og einkennist af hagkvæmni, tengimöguleikum og þægindum sem gerir það að verkum að hann hentar breiðum hópi viðskiptavina, frá stórum fjölskyldum til einstaklinga með virkan og fjölbreyttan lífstíl.