Nýr G 580 með EQ tækni.
Bíllinn sameinar þekktan uppruna sinn og heimsklassa torfærugetu við framúrstefnulega eiginleika Mercedes-Benz. G-Class rafmagnsbíllinn markar tímamót en hann er trúr arfleið sinni og hönnunin er G-Class í gegn.
Fyrsti G-Class bíllinn var kynntur árið 1979 og líkt og fyrri módel, sem hafa notast við hefðbundnari orkugjafa, þá er hönnun G 580 byggð á sterkum framenda, glæsilegum brettaköntum og hinu fræga ferkantaða útliti.
Útlitsbreytingar bílsins eru fínlegar en áhrifaríkar og miða að því að auka akstursupplifun ökumannsins. Vélarhlíf er örlítið hækkuð, vindskeið hefur verið komið fyrir á þakinu og svokallaðar loftgardínur eru staðsettar við afturhjólin. Þessir þættir minnka loftmótstöðu og stuðla þannig að betri hljóðupplifun inni í bílnum og lægra veghljóði en áður.
Ekki missa af þessari kyngimögnuðu frumsýningu á nýjum, goðsagnakenndum og nú alrafmögnuðum G-Class frá Mercedes-Benz.