Þrír glæsilegir hópferðabílar afhentir Hópbílum í Hafnarfirði.

Þrír glæsilegir hópferðabílar afhentir Hópbílum í Hafnarfirði.

15. maí 2019

Á dögunum afhenti Bílaumboðið Askja, umboðsaðili EvoBus á Íslandi Hópbílum í Hafnarfirði þrjá glæsilega hópferðabíla af Setra gerð.

Bílarnir eru af gerðinni Setra S 511 HD og eru framleiddir í verksmiðju EvoBus í Ulm í Þýskalandi.  Þessir bílar eru 10 metra langir og eru með 38 farþegasætum og mjög góðu plássi á milli sæta. Sætin eru einstaklega þægileg og öll búin tveggja punkta öryggisbeltum. Mjög gott farangursrými er í bílunum og henta þeir því mjög vel í lengri hópferðir.

Í bílunum er m.a. ísskápur, USB tengi við hvert sæti og öflug loftkæling. Vinnuaðstaða bílstjóra er mjög góð og mikið lagt upp úr þægindum við akstur og öryggi ökumanns. Við hönnun þessara bíla lögðu Setra verksmiðjunnar mikla áherslu á öryggi farþega og hagkvæmni í rekstri. Þessir bílar eru búnir ABA4 öryggisbúnaði sem m.a. samanstendur af myndavél og skynjara er skynjar allar hættur fyrir framan bílinn, hvort sem um er að ræða gangandi eða hjólandi vegfarendur, kyrrstæða bíla eða bíla á ferð. Þá fær ökumaður ljós- og hljóðmerki, og að lokum nauðhemlar bílinn ef ekkert hefur verið gert til að stöðva.  Með þessum kaupum eru Hópbílar og systurfyrirtæki með flesta Setra hópferðabíla í rekstri á Íslandi.

Hópbílar hf var stofnað árið 1995 og hefur alltaf haft það að markmiði að bjóða upp á nýjar og nýlegar hópferðabifreiðar, búnar helstu þægindum. Með því stuðla Hóbílar að minni mengun og hefur fyrirtækið því rekið öfluga öryggis- og heilsuvendarstefnu alla tíð.  Því hafa Hópbílar innleitt vottuð öryggis- og umhverfisstjórnunarkerfi í samræmi við alþjóðastaðlana OHSA 18001 og ISO 14001.

Helstu verkefni Hópbíla eru tengd ferðaþjónustu og öllum þeim sem vilja ferðast, fyrirtækjum jafnt og einstaklingum. Einnig sjá Hópbílar um skólakstur fyrir Hafnarfjarðarbæ og akstur fatlaðra á stór Reykjavíkursvæðinu undir nafni Akstursþjóunustu Hópbila. Hópbílar sjá einnig um utanbæjarakstur fyrir hönd Strætó Bs, auk þess að sjá um allan akstur á starfsmönnum Alcan í Hafnarfirði.

 

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.