Stærsti, fjölhæfasti og tæknivæddasti smart bíllinn til þessa: smart #5
Væntanlegur til landsins í sumar.

- smart #5 er fyrsti sportjeppinn frá smart sem kemur á evrópskan markað
- smart #5 er þriðji rafbíllinn sem bætist við evrópsku vörulínu smart á aðeins þremur árum
- smart #5 verður frumsýndur á Íslandi í sumar
Þriðji rafbíllinn frá smart í Evrópu á aðeins þremur árum
Nýr smart hefur nú þrjá ólíka og framúrskarandi rafbíla í evrópsku vörulínunni sinni. Eftir góðar viðtökur á smart #1 og #3, bætist #5 nú við sem fyrsti meðalstóri sportjeppinn. Hann býður upp á meira rými, fjölhæfni og háþróaðri tækni en fyrri bílar frá smart.
Nýr smart #5 byggir á 800 volta grunnkerfi sem tryggir lengri drægni og afar hraða hleðslu. Auk þess er hann útbúinn háþróuðum öryggis- og akstursaðstoðarkerfum fyrir ökumann, sem og snjallri stjórnborðstækni sem einfaldar notkun og eykur þægindi fyrir alla farþega.
Rúmgott innanrými og sveigjanlegar lausnir í öllum útfærslum gera smart #5 að fjölhæfum valkosti fyrir ólíkar þarfir.

Afköst og nýsköpun í hverri ferð
Til að byrja með kemur smart #5 í þremur mismunandi útfærslum.
- smart #5 Pulse er búinn fjórhjóladrifi með tveimur mótorum, auk orkusparandi varmadælu og afar breiðum OLED snertiskjá.
- Fyrir ævintýrafólk er smart #5 Summit Edition bíll sem sameinar lúxus og notagildi. Bíllinn er með fjórhjóladrifi og útbúinn fyrir torfærur.
- smart #5 Brabus er fyrir þá sem kjósa meiri afköst og sportlegra yfirbragð.

Fáguð og eftirminnileg hönnun
Nýr smart #5 sameinar nútímalega hönnun og persónulegan stíl í anda hönnunarstefnunnar Love, Pure, Unexpected. Einkennandi útlitseiginleikar eins og panóramaglerþak, rammalausar hurðir og aflöng ljós gefa bílnum sportlegt yfirbragð. Í innanrýminu er lögð áhersla á gæði og þægindi með eikarinnréttingum, leðursætum og mjúkum línum sem skapa fágaða og notalega akstursupplifun.

Hannaður fyrir þéttbýli - en tilbúinn í miklu meira
Nýr smart #5 er fullkominn bæði í þéttbýli og í lengri ferðalögum. Með fimm torfæruakstursstillingum, hraðri hröðun og allt að 540 km drægni sameinar hann kraft, sveigjanleika og háþróaða hleðslutækni. Tilvalinn fyrir útivistarfólk og fjölskyldur á ferðinni.

Fjölhæfni og þægindi í fullkomnu jafnvægi
Nýr smart #5 sameinar rými, notagildi og þægindi á einstakan hátt. Með 2.900 mm hjólhaf og 4.695 mm heildarlengd býður hann upp á ríkulegt pláss fyrir alla farþega. Í bílnum eru 34 hirslur, 72 lítra upplýst geymslurými að framan (e. frunk) og allt að 1.530 lítra farangursrými að aftan. Öll sætin eru stillanleg og hægt er að breyta innanrýminu í hvíldar- eða svefnsvæði ef þörf er á.
Innanrýmið sameinar nútímalega hönnun, nýjustu tækni og vönduð efni. Í bílnum er mikið fótapláss, hiti í aftursætum og rafstillanlegur bakstuðningur. Auk þess skapa rafknúin sólhlíf, LED lesljós og 256-lita stemmingslýsing notalegt og fágað andrúmsloft í hverri ferð.

Snjöll tækni sem talar til allra skynfæra
Nýr smart #5 er búinn háþróuðu stafrænu kerfi sem býður upp á einfalt og gagnvirkt viðmót. Öflugur AMD örgjörvi keyrir 25,6” framrúðuskjá með sýndarveruleika, stafrænt mælaborð og tvo 13” OLED snertiskjái fyrir ökumann og farþega. Snjöll raddstýring með gervigreind og nýjum „snow lion avatar“ gerir notkun bílsins bæði þægilega og handfrjálsa. Stýrikerfið smart OS 2.0 býður upp á leiðaráætlanir fyrir rafbíla og streymi efnis beint í bílnum. Allt viðmótið er auðvelt og þægilegt í notkun.
Bíllinn er með Sennheiser hljóðkerfi með 20 hátölurum og allt að 1.190 watta afl. Með stillanlegum hljóðsvæðum, bassa, hljóðáhrifum og stuðningi við Dolby Atmos færðu einstaka hljóðupplifun – hvort sem þú ert í stuttri dagsferð eða á löngu ferðalagi.

Öryggi í hverri ferð
Nýr smart #5 er hannaður til að bregðast við óvæntum aðstæðum. Bíllinn er búinn loftpúðum sem vernda farþega frá hliðum og milli sæta, auk innbyggðra öryggisbelta. Sterkt stál- og álgrindarkerfi eykur styrk og léttleika í senn.
Rafhlaða og farþegar eru vel varin í öllum aðstæðum, og nýjustu öryggiskerfin – eins og sjálfvirkur hraðastillir með Stop & Go og smart Pilot Assist – hjálpa ökumanni að halda stjórn og öryggi í akstri. Með þessu uppfyllir smart #5 öll helstu öryggisskilyrði fyrir evrópskar aðstæður.