Ljóst er að af þeim að ný kynslóð þessa afar vinsæla sportjeppa mun breytast mikið í útliti og hönnun. Nýr Kia Sportage er glæsilegur ásýndar með sportlegt og nútímalegt útlít sem vekur athygli.
Stórt og kraftmikið tígrisnefs grillið að framan, sem er eins konar ættarmerki Kia bíla, og fallega hönnuð LED ljósin gefa fögur fyrirheit. Framendinn tengist vel við flæðandi og sportlegan hliðarsvip bílsins. Kraftalegur afturhluti og rennileg afturljós fullkomna svo fallegar formlínur og glæsileika bílsins.
Innanrýmið er nútímalegt en um leið fágað og fallegt þar sem vandað er til verka og efnisval er til fyrirmyndar. Stjórnrýmið er fullkomlega aðlagað að þörfum ökumannsins. Stjórntæki eru öll innan þægilegrar seilingar sem og skjáir og stjórnrofar. Ökumaður getur því einbeitt sér fullkomlega að akstrinum. MJór en langur snertiskjár gefur upplýsingar um allt sem tengist akstrinum og tengir ökumann og farþega við umheiminn í gegnum tæknivædd forrit.
Kia Sportage er afar tæknivæddur bill og býður upp á allt það nýjasta frá Kia. Öryggisbúnaður bílsins er einnig fyrsta flokks. Kia mun gefa nánari upplýsingar um vélarbúnað bílsins þegar nær dregur frumsýningu hans.
Nýr Sportage er samstarfsverkefni hönnunardeilda Kia í Suður-Kóreu, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Kína. Í fyrsta skipti í 28 ára sögu Kia Sportage mun koma sérstök Evrópu útgáfa af bílnum.
Hinn nýi Kia Sportage er væntanlegur til Íslands í byrjun næsta árs.