Það sem gerir sigur smart #1 sérstakan er að rafbíll hafi staðið sig betur en hybrid-bílar og bílar með brunahreyfla.
Þann 7. nóvember hlaut smart #1 verðlaunin „Goldenes Lenkrad“ eða „Gullna stýrið“ á íslensku í flokknum „Besti bíllinn undir 50.0000 evrum“.
Gullna stýrið eru ein eftirsóttustu bílaverðlaun Þýskalands og voru nú veitt í 47. sinn í höfuðstöðvum Axel Springer Verlag í Berlín. Frá árinu 1976 hafa tímaritið AUTO BILD og dagblaðið BILD am Sonntag árlega heiðrað bestu bílana í Þýskalandi.
Verðlaunin eru einstök þar sem þau eru veitt af lesendum AUTO BILD og sérfræðidómnefnd: Lesendur velja sína eftirlætisbíla í ákveðnum flokkum. Bílarnir eru síðan prófaðir og metnir af frægum einstaklingum, tæknimönnum, kappakstursmönnum og sérfræðingum á borð við Robin Hornig, ritstjóra AUTO BILD og Robert Schneider, ritstjóra BILD. Hver sérfræðingur metur mismunandi þætti bílanna út frá sinni þekkingu og áherslum sem tryggir hlutlægt mat.
Það sem gerir sigur Smart #1 sérstakan er að rafbíll hafi staðið sig betur en hybrid-bílar og bílar með brunahreyfla.
smart #1 býður upp á ótrúlega drægni eða allt að 440 km skv. WLTP-prófun*. Hann er töluvert frábrugðinn fyrri smart-útfærslum þar sem hann rúmar heila fjölskyldu. Bíllinn er 4,27 m að lengd og er því nægilega stór fyrir fimm manna fjölskyldu í fríi eða til að geyma alla innkaupapokana án þess að bíllinn tapi hentugleika sínum fyrir innanbæjarakstur. Einnig er hægt að hlaða rafhlöðuna í smart #1 úr 10 og upp í 80% á aðeins 30 mínútum með 150 kW jafnstraumi (130 kW ef um er að ræða smart #1 Pro sem býður upp á val um litla rafhlöðu).