Árangur smart á Íslandi framar vonum.
Af þeim þremur merkjum sem kynntu bíla sína á Íslandi árið 2023 var smart með flesta selda bíla, sem gerir smart að óformlegum nýliða ársins.
Merkin BYD og ORA kynntu einnig sína bíla hér á landi.
smart er 25 ára gamalt vörumerki sem hefur fengið endurnýjun lífdaga síðustu ár þar sem Mercedes-Benz og Geely tóku við eignarhaldi og sjá því um hönnun og framleiðslu á öllum smart bílum. smart bílarnir eru einnig fáanlegir í BRABUS ofurútfærslu.
Askja tók við umboði smart fyrr á árinu og eru fleiri nýjar tegundir frá framleiðandanum væntanlegar á næstu árum, þar á meðal #3 árið 2024.
Það fylgja því miklar áskoranir en einnig mikil skemmtun að kynna nýtt vörumerki á markað. Það sem gerir þetta verkefni enn skemmtilegra er að í raun er smart gamalt merki sem kemur nú í gjörbreyttri mynd. smart bílarnir hafa verið til í 25 ár og þetta er algjör endurmörkun á vörumerkinu undir handleiðslu Mercedes-Benz og Geely," sagði Símon Orri Sævarsson, sölustjóri smart fyrr á árinu í viðtali við Viðskiptablaðið.