Á hverju ári útnefna What Car?-verðlaunin „Bíll ársins“ í nokkrum flokkum bíla.
Til að uppfylla skilyrðin sem sett eru fyrir verðlaunin þarf bíllinn að hafa verið prófaður með keppinautum sínum, á vegi og í sérstakri prófunaraðstöðu, af teymi reynsluakstursökumanna á vegum What Car?
Verðlaunin sem smart hlaut á What Car? verðlaunahátíðinni voru:
- "Besti rafknúni litli sportjeppinn" verðlaun fyrir smart #1
Það sem gerir þennan áfanga enn merkilegri fyrir smart #1 er sú staðreynd að bíllinn hefur einungis verið nokkra mánuði á markaði í Bretlandi.
"Að vinna í flokki með svo sterkri samkeppni einungis nokkrum mánuðum eftir komu á markað er ótrúlegur heiður fyrir okkur", sagði Dick Adelmann, forstjóri smart GmbH í Evrópu eftir að niðurstöðurnar voru kynntar.
Þægindi og mjúkur akstur það sem skilur smart að frá keppinautum sínum.
Dómararnir sögðu meðal annars: "Í drægnisprófinu fór bíllinn góða 395 km (245 mílur) á fullri hleðslu. Þar að auki er hægt að hlaða bílinn úr 10-80% á einungis 27 mínútum - og er það ekki það eina við bílinn sem mætti telja hraðskreytt. Á akstursbrautinni uppgötvuðum við til dæmis að #1 Premium er með enn meiri hröðun en formlegar tölur smart segja."
"Þegar kemur að þægindum og akstri þá er upplifunin í smart það sem aðgreinir hann frá keppinautunum - sérstaklega á háum hraða. Bíllinn er einstaklega vel samsettur og það þarf mikið til svo að bíllinn missi jafnvægi í beygjum."