13. júní 2023

Nýr þjónustuaðili Kia og Honda á Vestfjörðum

Mikil reynsla er hjá Bílatanga á Ísafirði

bílatangi-sigurbjörn-davíð

Bílatangi ehf. og Askja hafa gert samkomulag um að Bílatangi verði nýr þjónustuaðili Kia og Honda á Vestfjörðum

Sigurbjörn hefur rekið Bílatanga í 32 ár eða frá stofnun árið 1991. Það er því óhætt að segja að mikil reynsla sé hjá Bílatanga!

Eigendur eru þeir Sigurbjörn Karl Karlsson og Davíð Halldór Barðason.

Þú finnur Bílatanga á Suðurgötu 9, Ísafirði!

Við hlökkum til komandi samstarfs.