Nýr EQA er kominn til landsins og er til sýnis og reynsluaksturs í sýningarsal Mercedes-Benz, hjá Öskju á Krókhálsi 11. Mikil eftirvænting hefur ríkt eftir komu þessa netta, rafdrifna sportjeppa sem er þriðji rafbíllinn í EQ línu Mercedes-Benz.
Nýr EQA er hreinn rafbíll með allt að 426 km drægni samkvæmt WLTP staðli og engan útblástur. Bíllinn er búinn öflugum 66,5 kW rafhlöðum og útbúinn 190 hestafla rafmótor sem skilar honum úr kyrrstöðu í hundraðið 7,9 sekúndum ef miðað er við EQA 250. Hámarkstog EQA 250 er 375 Nm.
Von er á EQA með fjórhjóladrifi strax í sumar en sala á þeim bíl er einnig hafin hjá Öskju. Sá bíll verður í boði með allt að 285 hestafla útfærslu sem er aðeins 5,5 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið.