Nýr CLA er væntanlegur til landsins í lok árs 2025
- Frumsýning á nýjum CLA í Róm markar upphaf nýs tímabils þar sem tækni og tilfinningar sameinast á einstakan hátt.
- Nýr Mercedes-Benz CLA er ekki aðeins fallegur heldur líka sá snjallasti og skilvirkasti sem fyrirtækið hefur nokkru sinni framleitt. Með háþróaðri tækni og framúrskarandi hönnun setur hann ný viðmið í sínum flokki.
- Með drægni upp á allt að 792 km og getur hlaðið allt að 325 km drægni á aðeins 10 mínútum.
Með nýjum CLA setur Mercedes-Benz enn eitt viðmið í flokki sportlegra lúxusbíla. Kraftmikil hönnun og háþróuð tækni sameinast í bíl sem vekur tilfinningar og skilgreinir framtíðina.
Frumsýning af þessu tagi kallar á umgjörð sem speglar stórbrotið yfirbragð CLA. Þess vegna var Róm valin – borg sem sameinar tímalausa fegurð, glæsileika og framsýni – fullkominn vettvangur fyrir þessa einstöku kynningu.