14. mars 2025

Nýr Mercedes-Benz CLA heimsfrumsýndur með tilþrifum í Róm

Markar upphaf nýs kafla í sögu Mercedes-Benz.

Frumsýning CLA í Róm

Nýr CLA er væntanlegur til landsins í lok árs 2025

  • Frumsýning á nýjum CLA í Róm markar upphaf nýs tímabils þar sem tækni og tilfinningar sameinast á einstakan hátt.
  • Nýr Mercedes-Benz CLA er ekki aðeins fallegur heldur líka sá snjallasti og skilvirkasti sem fyrirtækið hefur nokkru sinni framleitt. Með háþróaðri tækni og framúrskarandi hönnun setur hann ný viðmið í sínum flokki.
  • Með drægni upp á allt að 792 km og getur hlaðið allt að 325 km drægni á aðeins 10 mínútum.

Með nýjum CLA setur Mercedes-Benz enn eitt viðmið í flokki sportlegra lúxusbíla. Kraftmikil hönnun og háþróuð tækni sameinast í bíl sem vekur tilfinningar og skilgreinir framtíðina.

Frumsýning af þessu tagi kallar á umgjörð sem speglar stórbrotið yfirbragð CLA. Þess vegna var Róm valin – borg sem sameinar tímalausa fegurð, glæsileika og framsýni – fullkominn vettvangur fyrir þessa einstöku kynningu.

Nánar um CLA
„Frumsýning nýs CLA í Róm – borg sem er jafn táknræn og tímalaus og Mercedes-Benz – var meira en hefðbundin kynning á bíl. Hún markar upphaf nýs tímabils fyrir bæði Mercedes-Benz og viðskiptavini okkar. CLA er snjallasti og hagkvæmasti bíll sem við höfum framleitt. Hann verður einnig fáanlegur í afar sparneytinni tengiltvinnútgáfu (e. PHEV). Þetta er fyrsti bíllinn í nýrri línu sem mun styrkja fjölskyldu Mercedes-Benz enn frekar.“
Ola Källenius, forstjóri Mercedes-Benz Group AG
Forstjóri Mercedes-Benz á frumsýningu CLA í Róm
Forstjóri Mercedes-Benz á frumsýningu CLA í Róm

Nafnið helst óbreytt, en allt annað er fært upp á næsta stig

Með byltingarkenndri tækni býður nýr CLA upp á meira, hvert sem augað eygir – meira rými, meiri fágun, meiri þægindi, meiri snjallvirkni og meiri skilvirkni en nokkru sinni fyrr.

CLA er fyrsti bíllinn sem keyrir alfarið á nýja stýrikerfinu Mercedes-Benz Operating System (MB.OS). Ný kynslóð MBUX stýrikerfisins opnar dyr að persónulegri upplifun milli ökumanns og bíls. Þetta er fyrsta kerfið í bílaiðnaðinum sem sameinar gervigreind frá bæði Microsoft og Google.

Í rafmagnaða CLA bílnum minnkar hleðslutíminn verulega þökk sé háþróuðu 800-volta rafkerfi og nýrri rafhlöðutækni. CLA 250+ með EQ tækni (orkunotkun: 14,1-12,2 kWh/100 km, CO₂ losun: 0 g/km) getur hlaðið allt að 325 km drægni á aðeins 10 mínútum í hraðhleðslustöð. Hámarksdrægni bílsins er allt að 792 km á einni hleðslu.

Síðar á árinu bætist við ný 48 volta tvinnútgáfu (e. hybrid), sem sameinar sparneytna bensínvél og rafmagn fyrir aukna skilvirkni.

Sjá myndband frá frumsýningu CLA
Forstjóri Mercedes-Benz á frumsýningu CLA í Róm

Nútímaleg hönnun með einstökum smáatriðum
Frumsýning nýja CLA markar einnig upphaf nýrrar hönnunartíðar hjá Mercedes-Benz, þar sem bæði útlit og upplifun eru færð upp á næsta stig. Bíllinn sker sig úr með einstökum smáatriðum, þar á meðal ljósaskreyttu framgrilli og stjörnulaga dagljósum, sem gefa honum framúrstefnulegt og kraftmikið yfirbragð.

Hannaður með sjálfbærni að leiðarljósi
Nýr CLA hefur um 40% minni kolefnisspor en órafvæddi forveri hans. Plast úr endurunnu efni er fjórfalt meira notað í bílinn, þar sem 50% af því kemur frá endurunnum neytendavörum. Öll lög sætanna innihalda endurunnið efni, frá sætishlífum til sætissvamps, burðarvirkis og málmhluta. Gólfefnin eru unnin úr Econyl-garni, sem er 100% endurunnið.

Skráning á áhugalista