Laust er til umsóknar fyrir rafbílastyrki fyrir þyngri atvinnubíla.
Leyfð heildarþyngd vörubifreiðar skal vera yfir 3,5 tonn og vera nýskráð í ökutækjaflokknum N2 eða N3. Við umsókn þarf að áætla akstur, eyðslu og CO₂ losun á jarðaefnaeldsneytisbíl sem hefði annars verið notaður í áætluð verkefni og þar af leiðandi losunarsparnað. Ein milljón króna er greidd í styrk fyrir hvert tonn leyfðrar heildarþyngdar vörubifreiðar, þó að hámarki 33% af kaupverði án vsk, sé styrkumsókn samþykkt.
Fyrirtæki í atvinnurekstri geta að auki innskattað 24% virðisaukaskatt af kaupverðinu ásamt því að innskatta allan rekstrarkostnað sendibílsins ef bíllinn er á rauðum númerum.
Söluráðgjafar atvinnubíla Mercedes-Benz veita faglega ráðgjöf um útreikning á losun á CO2.