29. maí 2024

Nýr eSprinter 2.0 frá Mercedes-Benz uppfyllir skilyrði um allt að 33% rafbílastyrk úr Orkusjóði

Umsóknarfrestur er til 11. júní nk.  

Mercedes-Benz-sendibílar-orkusjóður-styrkur

Laust er til umsóknar fyrir rafbílastyrki fyrir þyngri atvinnubíla.

Leyfð heildarþyngd vörubifreiðar skal vera yfir 3,5 tonn og vera nýskráð í ökutækjaflokknum N2 eða N3. Við umsókn þarf að áætla akstur, eyðslu og CO₂ losun á jarðaefnaeldsneytisbíl sem hefði annars verið notaður í áætluð verkefni og þar af leiðandi losunarsparnað. Ein milljón króna er greidd í styrk fyrir hvert tonn leyfðrar heildarþyngdar vörubifreiðar, þó að hámarki 33% af kaupverði án vsk, sé styrkumsókn samþykkt.

Fyrirtæki í atvinnurekstri geta að auki innskattað 24% virðisaukaskatt af kaupverðinu ásamt því að innskatta allan rekstrarkostnað sendibílsins ef bíllinn er á rauðum númerum.

Söluráðgjafar atvinnubíla Mercedes-Benz veita faglega ráðgjöf um útreikning á losun á CO2.

Hafa samband við söluráðgjafa

Nýr eSprinter 2.0 fellur undir skilyrði Orkusjóðs

Nýr eSprinter er fáanlegur í ýmsum útfærslum. Sendibíll með farmrými allt að 4,3 m á lengd og 2,09 m á hæð. Einnig fáanlegur sem pallbíll og vöruflutningabíll með kassa.

Nýr eSprinter 2.0 er ríkulega búinn öryggisbúnaði, sem tryggir öruggan og áreiðanlegan akstur í hvers kyns aðstæðum. Meðal þessara búnaðar er Akreinavari, sem aðstoðar við að halda bíl á réttri akrein, neyðarbremsa sem virkjast sjálfkrafa í hættuástandi, og bakkmyndavél sem auðveldar bílstjórum að bakka með auknu öryggi. Einnig er bíllinn útbúinn blindpunktsaðvörun, sem varar við ökutækjum í blindpunktsvæði, auk akstursaðstoðarkerfi sem aðstoðar við stjórn og stýri. Hliðarvindsaðstoð er einnig til staðar til að bæta stöðugleika bílsins í sterkum vindhviðum. Með þessum nýjustu öryggistækjum býður eSprinter 2.0 upp á hámarks vernd fyrir bæði bílstjóra og farangur.

Sérsniðin eSprinter nákvæmlega að þörfum þíns reksturs. Útfærslurnar sem eru í boði eru fjölbreyttari en áður hefur sést fyrir sendiferðarafbíla frá Mercedes-Benz. Tvær lengdarútfærslur, val um háþekju eða lágþekju, þrjár rafhlöðustærðir og mikill farmþungi gera eSprinter að vænlegum valkosti fyrir fjölbreytt verk.

Sjá verðlista
Mercedes-Benz-eSprinter

Nýr eSprinter 2.0 með 82 kWh rafhlöðu

  • Heildarþyngd allt að 4,15 tonn.
  • Drægni allt að 295 km
  • Burðargeta allt að 1233 kg
  • Dráttargeta 2.000 kg
  • Hleðsluhraði AC (heimahleðsla) 11 kW / DC (hraðhleðsla) 115 kW

Verð frá: 12.490.000 kr.
Verð án vsk: 10.072.581 kr.
Verð án vsk með 33% styrk frá Orkusjóði: 6.749.000 kr.



Nýr eSprinter 2.0 með 115 kWh rafhlöðu

  • Heildarþyngd allt að 4,25 tonn
  • Drægni allt að 431 km
  • Burðargeta allt að 958 kg
  • Dráttargeta 2.000 kg
  • Hleðsluhraði: AC (heimahleðsla) 11 kW / DC (hraðhleðsla) 115 kW

Verð frá: 14.990.000 kr.
Verð án vsk: 12.088.710 kr.
Verð án vsk með 33% styrk frá Orkusjóði: 8.099.000 kr.

Nánar á vef Orkusjóðs