Niðurstöður úr árekstrarbrúðum benda til hættu á meiðslum á farþegum.
Í EQA og EQS SUV voru tvær árekstrarbrúður í hvorum bílnum, alls þrjár konur og einn karl. Greining á allt að 150 mælipunktum á hverri brúðu leiddi í ljós minni háttar líkur á alvarlegum eða banvænum meiðslum. Þetta þýðir að skilgreind krumpusvæði og loftpúðakerfi í báðum bílum verja farþega afar vel í alvarlegum árekstrum eins og þessum. Allur öryggisbúnaður, svo sem loftpúðar og beltastrekkjarar með krafttakmörkurum, virkaði sem skyldi. Þannig staðfesti árekstrarprófið niðurstöðurnar sem verkfræðingarnir höfðu áður fengið úr fjölda tölvulíkana. Prófun með raunverulegum bílum er líka alltaf endanlegur samanburður við hermilíkönin. Árekstrarprófið sýnir líka skýrt fram á að samhæfni (þ.e. víxlverkun aflögunar mismunandi bíla í árekstri) er hluti af öryggiskröfunum fyrir Mercedes-Benz-bíla.
„Þetta árekstrarpróf, sem við greinum nú opinberlega frá í fyrsta sinn, undirstrikar fyrirætlan okkar um að framleiða öruggustu bíla í heimi. Kvenbrúðurnar og karlbrúðan voru allar innan lífaflfræðilegra marka í þessum afar harða árekstri. Þetta sýnir sérfræðiþekkingu okkar þegar kemur að öryggi rafbíla.“
Dr. Paul Dick, prófessor og yfirmaður öryggismála hjá Mercedes-Benz AG.
Kvenbrúður í ökumannssæti
Í árekstrarprófinu var líka lögð áhersla á brúðuna sem öryggissérfræðingarnir settu í ökumannssæti beggja bíla, Hybrid III-brúðuna fyrir 5. hundraðshlutamark kvenna, sem er kvenbrúðan sem nú er notuð í framanákeyrsluprófum í bílaiðnaðinum. Hún samsvarar konu sem er um 1,5 metrar á hæð og um 49 kíló að þyngd. Tölfræði sýnir að aðeins fimm prósent kvenna um allan heim eru lágvaxnari eða léttari. Mercedes-Benz hefur árum saman notast við framanákeyrslupróf með kvenbrúðum sem samsvara 5. hundraðshlutamarki í framsætinu til að hanna varnarkerfi sem virka fyrir sem flesta viðskiptavini. Einkunnir neytendaverndarsamtaka, sem og ýmsar lagalegar kröfur víða um heim, krefjast nú að prófað sé með kvenbrúðum sem samsvara 5. hundraðshlutamarki. Önnur kvenbrúða sem samsvarar 5. hundraðshlutamarki var farþegi í EQA-bílnum. Í farþegasæti EQS SUV var Hybrid III 50. hundraðshlutamarksbrúða sem semsvarar 78 kílóa þungum og meðalháum karli.
„Hjá Mercedes-Benz höfum við notað kvenbrúður í meira en 20 ár. Brúðurnar eru þó fyrst og fremst mælitæki. Við hönnun á mælibúnaðinum er kyn brúðanna miðað við raungögn um hæð og þyngd og líkamsbygging kvenbrúðunnar líkir eftir líkamsbyggingu kvenna.“
Dr. Hanna Paul, yfirmaður brúðutækni hjá Mercedes-Benz AG.