Einungis 1.500 bílar af ,,Final Edition" verða framleiddir. Í bílnum er sérvalinn útbúnaður, eins og MANUFAKTUR-leðurklæðning.
Fyrir 30 árum kynnti Mercedes-Benz til sögunnar G-Class með átta strokka vél: 500 GE V8, sem var fyrst framleiddur í takmörkuðu magni og markaði þáttaskil þegar kom að fágaðri frammistöðu á vegum jafnt sem í torfærum.
Með „Final Edition“ fagnar Mercedes-Benz þrítugsafmælinu með sérstakri gerð af G 500 í takmörkuðu magni.
Bílarnir fást í þremur litaafbrigðum, 500 bílar í hverjum lit. Hægt er að velja á milli sanseraðrar hrafntinnusvartrar áferðar, MANUFAKTUR-lakksins „opalith white magno“ og nýja MANUFAKTUR-lakksins „olive magno“.
„Final Edition er þrítugsafmælisgjöf okkar til G 500, sem árið 1993 var talinn marka tímamót og gefa fyrirheit um það sem koma skyldi í flokki lúxustorfærujeppa. Með sínum einstaka sérvalda búnaði er þessi sérstaka gerð líka viðeigandi kveðjugjöf frá tveggja forþjöppu V8-vélinni í G 500.“ Sagði Dr. Emmerich Schiller, stjórnarformaður Mercedes-Benz GmbH og deildarstjóri torfærubifreiða hjá Mercedes-Benz.