31. mars 2025

Mercedes-Benz eVito sendibíll nú fáanlegur með allt að 480 km drægni

Væntanlegur til landsins í haust.

Mercedes-Benz eVito sendibíll
  • Meiri fjölbreytni fyrir ólíkar þarfir: eVito sendibíll nú í boði með 90 kWh rafhlöðugetu (auk 60 kWh rafhlöðunnar)
  • Meiri drægni, færri hleðslustopp: Allt að 480 kílómetra drægni
  • Meira afl: Tveir rafmótorar í boði – 85 kW eða 150 kW
  • Tvær lengdir í boði: Og allt að 6,6 m³ farmrými

Hvort sem þú þarft sendibíl í póstdreifingu, viðhalds- og þjónustustörf, netverslun eða önnur verkefni þá hefur rafmagnaður eVito sendibíll sannað gildi sitt sem góð viðbót á vinnustaðinn. Hingað til var eVito sendibíllinn í boði með 60 kWh rafhlöðu og 85 kW rafmótor sem hentaði vel í verkefni atvinnulífsins innanbæjar.

Til að höfða til enn stærri hóps atvinnurekenda er Mercedes-Benz eVito sendibíllinn nú fáanlegur í nýrri útfærslu með 90 kWh rafhlöðu sem býður upp á verulega aukna drægni – allt að 480 km samkvæmt WLTP-staðli. Hún er fáanleg með tveimur rafmótorum: annars vegar 85 kW hámarksafli eða hins vegar aflmiklum rafmótor – þekktum úr eVito Tourer – með allt að 150 kW hámarksafli og 365 Nm togi, sem tryggir mun meiri akstursgetu og kraft.

Mercedes-Benz eVito sendibíll

Þægileg og hröð hleðsla

Ytri mál bílsins haldast óbreytt – 5.140 mm í milli langri útgáfu og 5.390 mm í langri útgáfu. Þar sem rafhlaðan er staðsett undir gólfi bílsins er innanrýmið allt nýtanlegt og býður upp á allt að 6,6 m³ farmrými – sem skiptir miklu fyrir vöruflutninga í mörgum atvinnugreinum.

Bíllinn er útbúinn með vatnskældu AC-innbyggðu hleðslutæki (OBL) með allt að 11 kW hleðslugetu, sem gerir hann vel tilbúinn fyrir AC-hleðslu t.d. á vinnustað eða á almennum hleðslustöðvum. Hleðsla fer fram í gegnum CCS-hleðslutengi sem er staðsett á vinstri framstuðara. Þá er einnig mögulegt að hlaða bílinn DC hraðhleðslu. Með nýju rafhlöðunni er hægt að hlaða eVito úr 10–80% hleðslu á um það bil 40 mínútum við DC hraðhleðslustöð með allt að 110 kW afköst.

Mercedes-Benz eVito mælaborð

Áreiðanleiki og hagkvæmur rekstur

eVito sendibíllinn kemur með margvíslegum staðalbúnaði

  • MBUX margmiðlunarkerfi með 10,25” miðlægum skjá og 5,5” litaskjá í mælaborði
  • Rafrænt handbremsukerfi
  • Fjöldi öryggis- og aðstoðarkerfa

eVito sendibíllinn með 90 kWh rafhlöðu er væntanlegur hingað til landsins í haust.

Skráðu þig á póstlista og fylgstu með komu hans til landsins.

Skrá á póstlista