- Meiri fjölbreytni fyrir ólíkar þarfir: eVito sendibíll nú í boði með 90 kWh rafhlöðugetu (auk 60 kWh rafhlöðunnar)
- Meiri drægni, færri hleðslustopp: Allt að 480 kílómetra drægni
- Meira afl: Tveir rafmótorar í boði – 85 kW eða 150 kW
- Tvær lengdir í boði: Og allt að 6,6 m³ farmrými
Hvort sem þú þarft sendibíl í póstdreifingu, viðhalds- og þjónustustörf, netverslun eða önnur verkefni þá hefur rafmagnaður eVito sendibíll sannað gildi sitt sem góð viðbót á vinnustaðinn. Hingað til var eVito sendibíllinn í boði með 60 kWh rafhlöðu og 85 kW rafmótor sem hentaði vel í verkefni atvinnulífsins innanbæjar.
Til að höfða til enn stærri hóps atvinnurekenda er Mercedes-Benz eVito sendibíllinn nú fáanlegur í nýrri útfærslu með 90 kWh rafhlöðu sem býður upp á verulega aukna drægni – allt að 480 km samkvæmt WLTP-staðli. Hún er fáanleg með tveimur rafmótorum: annars vegar 85 kW hámarksafli eða hins vegar aflmiklum rafmótor – þekktum úr eVito Tourer – með allt að 150 kW hámarksafli og 365 Nm togi, sem tryggir mun meiri akstursgetu og kraft.