6. jan. 2025

Kynning á væntanlegum CLA

Sportleg hönnun mætir skilvirkni.

Nýr Mercedes-Benz CLA væntanlegur

Ola Källenius, forstjóri Mercedes-Benz kynnir nýjan CLA

  • CLA markar nýtt skref í þróun Mercedes-Benz með því að setja nýja og hærri staðla fyrir bæði gæði og tækni
  • CLA verður leiðandi í sínum flokki hvað varðar drægni, skilvirkni og hleðsluhraða
  • CLA verður með allt að 750 km drægni
„Með nýjum CLA erum við að hefja nýtt tímabil hjá Mercedes-Benz. Við munum efla alla þætti bílsins og stuðla enn betur að því að uppfylla þarfir og óskir viðskiptavina okkar. Þá ber helst að nefna nýja stýrikerfi Mercedes-Benz, MB.OS sem er knúið áfram með gervigreind. Það mun koma til með að gera CLA að greindasta bílnum sem við höfum nokkurn tímann smíðað.“
Segir Ola, forstjóri Mercedes-Benz. 
Nýr Mercedes-Benz CLA-Concept bíll
Concept útlit á nýjum CLA

Aksturseiginleikar

Rafmagnsútgáfan af CLA byggir á tækni frá EQXX hugmyndabílnum. Nýjasta kynslóð drifrásar, hönnuð af Mercedes-Benz, sameinar hámarksafköst og framúrskarandi skilvirkni. Með tveggja gíra gírkassa tekst bílnum að blanda saman sportlegum akstri og sparneytni á áhrifaríkan hátt.

MBUX gervigreindaraðstoð og MB.OS

CLA 2025 verður fyrsti bíllinn til að bjóða upp á nýja stýrikerfið frá Mercedes-Benz, MB.OS. Kerfið inniheldur gervigreindarknúna MBUX aðstoð, sem styrkir tengsl milli ökumanns og bíls með notendavænum samskiptum ásamt forvirkri aðstoð.

Hönnun
CLA mun byggja á hönnunareinkennum úr CLA hugmyndabílnum sem var sýndur á bílasýningunni í Munich í fyrra og skartar meðal annars nýjum stjörnuframljósum sem sjást nú í fyrsta sinn. Hönnunin sameinar sportlegt útlit og nútímalega fagurfræði, sem skapar einstakan og nútímalegan stíl.

Í myndbandi hér að neðan deilir forstjóri Mercedes-Benz, Ola Källenius, reynslu sinni af fyrsta reynsluakstri á nýjum CLA. Horfðu á þetta stórskemmtilega myndband þar sem Ola hittir Sara Harman og afhjúpar frekari smáatriði um bílinn, sem er væntanlegur á markað árið 2025.

Fylgstu með nýjustu fréttum af komu CLA til landsins og skráðu þig á áhugalista.

Skrá á áhugalista