Kia sýndi nýja PV5 fjölnotabílinn, PV5 WKNDR ferða- og útivistarbílinn, sem og EV2 hugmyndabílinn.
- „Transcend Journey“ sýningin fór fram samhliða Milan Design Week dagana 7.–9. apríl í Eastend Studios í Mílanó á Ítalíu.
- Sýningin var í samstarfi við útivistarmerkið Helinox og kaffihúsið Potler til að sýna og undirstrika fjölhæfni bílanna.
Undir yfirskriftinni „Transcend Journey“ var ferðalagið í átt að "nýjum hreyfanleika" skoðað, með áherslu á hvernig nýstárleg ökutæki Kia brúa bilið milli borgarlífs og náttúru. Þemað endurspeglar framtíðarsýn hönnuða Kia þar sem ökutæki Kia gera notendum kleift að ferðast áreynslulaust milli ólíkra umhverfa.