10. apríl 2025

Kia sýnir framtíðar bíla á Milan Design Week 2025

"Transcend Journey" sýning Kia endurspeglar hvernig fjölbreytileiki og möguleikar PBV bíla og rafbíla Kia geta endurmótað hvernig við lifum í bæði borg og í náttúru

Kia-syning-Milan-design-week-uppsetning-WKNDR

Kia sýndi nýja PV5 fjölnotabílinn, PV5 WKNDR ferða- og útivistarbílinn, sem og EV2 hugmyndabílinn.

  • „Transcend Journey“ sýningin fór fram samhliða Milan Design Week dagana 7.–9. apríl í Eastend Studios í Mílanó á Ítalíu.
  • Sýningin var í samstarfi við útivistarmerkið Helinox og kaffihúsið Potler til að sýna og undirstrika fjölhæfni bílanna.

Undir yfirskriftinni „Transcend Journey“ var ferðalagið í átt að "nýjum hreyfanleika" skoðað, með áherslu á hvernig nýstárleg ökutæki Kia brúa bilið milli borgarlífs og náttúru. Þemað endurspeglar framtíðarsýn hönnuða Kia þar sem ökutæki Kia gera notendum kleift að ferðast áreynslulaust milli ólíkra umhverfa.

Kia-syning-Milan-design-week
Transcend Journey sýningin brúar bilið milli borgarlífs og náttúru

Hvaða ökutæki voru sýnd í „Transcend Journey“ sýningu Kia?

Með þemað „Transcend Journey“ var hugmyndin útfærð með skúlptúr sem vindur sig áfram og er innblásinn af hönnunarstefnu Kia, „Opposites United“, sem táknar samhljóm andstæðra hugmynda. Sýningin skiptist í tvo aðalhluta sem tengja saman borgarumhverfi og náttúru með rafbílum Kia:

  • Kia PV5 Passenger – hannaður fyrir praktíska notkun í bæði borg og náttúru
  • Kia PV5 WKNDR – eykur notagildi og upplifun í útivist
  • Kia EV2 – miðar að endurheimt náttúruefna í borgarumhverfi
Kia-EV2-hugmyndabill-Milan-Design-Week
EV2 er hannaður til að umbreyta borgarupplifun

Hver eru þemu „Transcend Journey“ sýningarinnar?

Til að sýna hvernig þessi ökutæki brúa bilið milli borgarlífs og náttúru, skiptist sýningin í tvo hluta.

EV2 hlutinn býður upp á upplifun sem minnir á garðveislu í rólegu borgarumhverfi með bláum litum sem passa við útlit EV2. Þetta skapar friðsælt andrúmsloft sem endurspeglar nútímalegt yfirbragð bílsins.

Í PV5 hlutanum eru PV5 og PV5 WKNDR settir fram með listaverkum sem endurspegla eiginleika þeirra. PV5 WKNDR er settur í náttúrulegt umhverfi með plöntum, útilegubúnaði og kaffivagni sem skapa notalega útivistarupplifun.

Þetta sýnir hvernig bílarnir geta sameinað borgarlíf og útivist. Frá hagnýtri hönnun PV5 til ævintýralegrar WKNDR útgáfunnar, nær sýningin að endurspegla fjölbreytta möguleika PBV bíla.

Í gegnum alla sýninguna er áhersla lögð á afslappað og uppbyggjandi andrúmsloft sem undirstrikar sveigjanleika bílsins – hvort sem er í borginni, náttúrunni eða einhvers staðar þar á milli.

Kia-PV5-WKNDR-Milan-Design-week
Kia PV5 WKNDR eykur notagildi og upplifun í útivist

Með hvaða vörumerkjum vinnur Kia í „Transcend Journey“ sýningunni?

Sýningin var unnin í samstarfi við Helinox, leiðandi framleiðanda á útivistarvörum. Þar var m.a. sýndur tilkomumikill skúlptúr sem endurspeglar hönnunarstefnu Kia, „Opposites United“, og dregur upp líkingu við möguleika PV5 bílsins í ólíkum aðstæðum.

Skúlptúrinn breytir flatri yfirborðsmynd í lifandi, þrívítt rými. Hann er smíðaður úr efni sem notað er í Helinox vörur og þjónar sem myndlíking fyrir fjölhæfni PV5. Hann er byggður með léttu efni eins og álstöngum frá móðurfyrirtæki Helinox, DAC, og 3D-prentuðum liðamótum frá LinkSolution sem auðvelda samsetningu.

Kia-PV5-Passenger-Milan-Design-week-ad-aftan
Útivistarvörur frá Helinox prýddu sýninguna

PV5 og PV5 WKNDR eru báðir hluti af uppsetningunni. WKNDR bíllinn er settur upp í útivistarsviðsmynd með Helinox stólum og tjaldi ásamt pop-up kaffihúsi frá Potler, sem undirstrikar möguleika hans sem fullkomins ferðafélaga í náttúrunni.

Í samstarfi við vinsæla Suður-Kóresku kaffikeðjuna Potler var boðið upp á sérstakt s’mores sett með sykurpúðum, súkkulaði og kexi ásamt sérstökum Kia x Potler póstkortum. Gestir fengu nýbrruggað kaffi úr „drip bags“ poka, sem gaf upplifuninni persónulega nálgun.

EV2 hugmyndabíllinn var settur upp með útilegubúnaði og sérstökum búnaði fyrir lautarferðir frá Helinox. Sviðsmyndin dregur fram hversu fjölhæfur EV2 er í daglegu lífi – jafnt í borginni sem og í náttúrunni. Þessi sýning undirstrikar hvernig bíllinn brýtur hefðbundin mörk smærri bíla og kallar fram löngun til að kanna heiminn.

Kia-PV5-Passenger-Milan-Design-week-ad-framan
Kia PV5 passenger er hannaður fyrir praktíska notkun fyrir bæði einkanotkun og atvinnustarfsemi

Hverjir eru helstu eiginleikar Kia PV5?

Kia PV5 er fyrsti framleiddi bíllinn undir PBV stefnu Kia og breytir hugmyndinni um rými og hreyfanleika með nýrri nálgun á einingahönnun. Hann kemur í nokkrum útgáfum og býður upp á mikla möguleika til að sérsníða fyrir fjölbreyttar þarfir notenda.

Helstu upplýsingar:

  • Drægni upp á 400 km
  • 30 mínútna hraðhleðsla
  • Hagnýt og praktísk virkni fyrir bæði atvinnu- og einkanotendur
  • Bíllinn kemur á markað í Kóreu og Evrópu á seinni hluta árs 2025, fleiri markaðir fylgja

Farþegaútgáfan (Passenger) sem sýnd er á sýningunni er hönnuð fyrir bæði einkanotkun og atvinnustarfsemi. Hún býður upp á rúmgott innanrými, afturhlera og sveigjanlega sætaskipan, m.a. í 2-3-0 uppsetningu með plássi fyrir farangur í þriðju röð og 1-2-3 fyrir meiri geymslu. AddGear pallur Kia gerir auðvelt fyrir að bæta við aukahlutum og auka þannig notagildi enn meira.

Kia-PV5-WKNDR-Milan-Design-week-ad-framan
Mikil áhersla er á sjálfbærni í hönnun Kia PV5 WKNDR

Hverjir eru helstu eiginleikar Kia PV5 WKNDR hugmyndabílsins?

Kia PV5 WKNDR er byggður á PBV línunni frá Kia og er algjörlega sjálfbær með sólarsellum og vatnstúrbínum sem hlaða rafhlöðurnar. Með grófum dekkjum er hann fullkominn fyrir helgarferðir í náttúrunni.

Innréttingin er afar sveigjanleg og auðvelt að aðlaga eftir notkun. Sérstakur eiginleiki sem kallast „Gear Head“ er geymsluaðstaða utan við bílinn sem skýlir búnaði – fullkomið fyrir útivistarfólk sem vill nýta plássið í bílnum. Gear Head má einnig breyta í ferðamatarskáp – hentar vel til að elda úti og njóta útsýnisins.

Mikil áhersla er lögð á sjálfbærni í PV5 WKNDR, m.a. með Nike Grind gólfi úr endurunnum strigaskóm sem gefur bæði fallega og endingargóða áferð.

Kia-EV2-hugmyndabill-Milan-Design-Week-a-hlid
Kia EV2 er djarfur og hannaður til að hreyfast snurðulaust um borgir og bæi.

Hverjir eru helstu eiginleikar Kia EV2 hugmyndabílsins?

Kia EV2 er lipur, alrafmagnaður B-flokks jepplingur sem gefur innsýn í væntanlega rafbíla frá Kia. EV2 er hannaður til að umbreyta því hvernig notendur upplifa borgarumhverfið. Kia miðar með EV2 að kaupendum sem eru viljugir til að tileinka sér nýja tækni og opna nýja möguleika á sama tíma og þeir stuðla að snjallri, sjálfbærri neyslu.

Hönnunin fellur vel að þörfum notenda í daglegu lífi með sveigjanlegu sætaskipulagi, lifandi litum og LED lýsingu sem aðlagar sig að þörfum. Bíllinn hefur hurðir sem opnast aftur á bak, flatt gólf og stóran afturhlera sem auðveldar aðgengi og nýtni.

Nýjungar á borð við niðurfellanlega farangursskil, lýsingu sem getur miðlað skilaboðum til gangandi vegfarenda, og fjarlægjanlega hljóðkerfishátalara sýna fram á fjölbreytta notkunarmöguleika og nýstárlegt notendaviðmót.

Kia-EV2-hugmyndabill-Milan-Design-Week-opnar-hurdir
Er EV2 framtíðin í þéttbýlissamgöngum?