15. mars 2023

Kia sviptir hulunni af EV9

Brautryðjandi og alrafmagnaður jeppi sem sameinar framsækna, djarfa hönnun og helstu eiginleika jeppa.

Kia-sviptir-hulunni-af-EV9

Kia birti í dag ítarlegar myndir af ytri og innri hönnun Kia EV9, fyrsta rafknúna jeppanum með þremur sætaröðum, þar sem lögð er áhersla á áberandi útlit í bland við fágun og glæsileika að innan og utan.

Bíllinn er í anda hönnunarstefnu Kia, „sameinaðar andstæður“, sem felur í sér að leiða saman andstæða eiginleika frá náttúru og nútíma til að endurspegla framtíðarsýn Kia. Rennilegt og áberandi ytra byrðið gefur til kynna sjálfstraust, skýrleika og kyrrð.

Kia EV9, sem verður heimsfrumsýndur í lok mars, er markvisst skref í átt að markmiði Kia að bjóða upp á sjálfbærar samgöngulausnir.

Nánar um Kia EV9
Kia-EV9-innrétting