5. maí 2021

Kia söluhæsta bílamerkið á Íslandi

Kia er söluhæsta bílamerkið á Íslandi fyrstu fjóra mánuði ársins. Alls seldust 424 nýir Kia bíla á fyrsta ársþriðjungi.

Kia er söluhæsta bílamerkið á Íslandi fyrstu fjóra mánuði ársins. Alls seldust 424 nýir Kia bíla á fyrsta ársþriðjungi. Þetta er í fyrsta skipti sem Kia er í efst sætinu yfir mest seldu bílamerkin á Íslandi eftir fyrstu 4 mánuði ársins.

Toyota hefur verið í efsta sætinu undanfarin ár en er nú í öðru sæti á eftir Kia með 398 nýja bíla selda. Volkswagen er í þriðja sætinu með 164 nýja bíla selda. Mercedes-Benz er söluhæst af þýsku lúxusmerkjunum mð 125 nýja bíla selda.

kia-e-niro-rafbíll
Kia er söluhæsta bílamerkið á Íslandi fyrstu fjóra mánuði ársins. Kia Niro er jafnframt vinsælasti bíllinn frá Kia.
,,Þetta er afar ánægjulegt og undirstrikar gæði og fjölbreytt vöruframboð Kia sem er framarlega þegar kemur að gæðum og áreiðanleika enda býður Kia upp á 7 ára ábyrgð af bílum sínum. Kia stendur sig afar vel í rafbílavæðingunni og býður upp á mikið úrval af rafbílum, bæði hreinum rafbílum og tengiltvinnbílum sem eru mjög vinsælir,"
Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju.