Kia er söluhæsta bílamerkið á Íslandi fyrstu fjóra mánuði ársins. Alls seldust 424 nýir Kia bíla á fyrsta ársþriðjungi. Þetta er í fyrsta skipti sem Kia er í efst sætinu yfir mest seldu bílamerkin á Íslandi eftir fyrstu 4 mánuði ársins.
Toyota hefur verið í efsta sætinu undanfarin ár en er nú í öðru sæti á eftir Kia með 398 nýja bíla selda. Volkswagen er í þriðja sætinu með 164 nýja bíla selda. Mercedes-Benz er söluhæst af þýsku lúxusmerkjunum mð 125 nýja bíla selda.